Yannier Oviedo Rivas, kennari

Yannier fæddist þann 7.október 1989 í Matanzas á Kúbu. Hann byrjaði að dansa klassískan ballet mjög ungur og leiddu hæfileikar hans hann í International Ballet Contest í Havana þar sem hann vann til gullverðlauna, silfurverðlauna og sýndi sem gestadansari. Yannier lauk B.A. gráðu í klassískum ballet og sem danskennari frá ENA (Escuela Nacional de Ballet) í Havana. Hann dansaði sem sólóisti með Ballet de Camaguey frá 2008 til 2010.
Árið 2011 var Yannier valinn úr stórum hópi dansari til að dansa í Ballet Revolucion og dansaði hann um allan heim þar til hann kom til Íslands árið 2013 til að vera með fjölskyldu sinni. Ári síðar, 2014, hóf hann störf hjá Listdansskóla Íslands og kennir hann framhaldsdeild klassísku brautar.

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn