Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

Vorsýning Listdansskóla Íslands 27.mars kl 17 & 20

 

Miðvikudaginn 27.mars er komið að árlegri vorsýningu Listdansskóla Íslands. Sýningarnar verða tvær, klukkan 17 og 20 í Borgarleikhúsinu www.borgarleikhus.is
 
Til að kaupa miða hafið vinsamlegast samband við miðasölu Borgarleikhússins með tölvupósti á midasala@borgarleikhus.is eða í síma 568 8000. Almennt miðaverð er 2.000 krónur en 12 ára og yngri fá miðann á 500 krónur. 
 
Á vorsýningu Listdansskóla Íslands má sjá alla nemendur skólans leika listir sínar og á efnisskránni eru fjölbreytt verk. Nemendur framhaldsdeildar á klassískri braut auk nemenda á 6. og 7. stigi grunndeildar sýna fyrsta þátt úr Coopeliu við tónlist Delibes, nemendur á nútímadansbraut sýna þrjá kafla úr Vorblóti Stravinskis eftir jafnmarga danshöfunda. Nemendur Grunndeildarinnar túlka svo Árstíðir Vivaldis í dansi eftir kennara skólans. Í pylsuenda sýningarinnar verður svo lítil rúsína sem allir nemendur skólans taka þátt í.  
 
Við lofum góðri skemmtun!
Vonandi sjáum við sem flesta til að horfa á þessa uppskeruhátíð sem vorsýningin okkar er. 
(Sýningin er um það bil ein og hálf klukkustund að lengd með hléi)
 

 

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn