Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

Við lok skólaárs…

 

Þá er lokið skólaárinu 2012-13 og nemendur og starfsfólk skólans farið í sumarfrí. 

Þetta hefur verið viðburðaríkt ár og næg verkefni fyrir nemendur skólans eins og svo oft áður. 

Fyrir utan hefðbundnar jóla- og vorsýningar sýndu nemendur skólans á þremur Töfrahurðartónleikum í Salnum í Kópavogi, dönsuðu með Sinfóníuhljómsveit Íslands á jólatónleikum í Hörpu, dönsuðu á Safnanótt í Gerðarsafni, Barnamenningarhátíð í Hörpu og þannig mætti lengi telja. 

 

Gestir ÁrshátíðarGestir árshátíðar

Við tókum upp þá nýbreytni í vetur að halda sérstaka árshátíð framhaldsdeildarinnar þar sem nemendur á 7.stigi voru sérstakir gestir. Árshátíðin var heimatilbúin að öllu leyti þar sem stjórn nemendafélagsins Ristarinnar sá að mestu um framkvæmd ásamt skólastjóra. Voru flestir sammála um að þessi viðburður væri kominn til að vera í skólastarfinu. 

stjórn ristarinnarStjórn nemendafélagsins Ristarinnar

 

 

Í vor útskrifuðum við 5 nemendur af framhalsdeild auk þess sem tveir nemendur til viðbótar kveðja nú skólann til að fara í frekara nám. Í lok maí var svo í fyrsta sinn haldin sérstök útskrift fyrir nemendur 7.stigs sem flestir koma aftur í haust og hefja nám við framhaldsdeild skólans.  

Þessa dagana erum við svo að undirbúa næsta skólaár, skipuleggja kennsluna, sinna viðhaldi eins og að gera við gólfin í danssölunum og svo framvegis. 

útskriftarhopur framhaldsdeildarÚtskriftarhópur framhaldsdeildar

 

Útskriftarhópur grunndeildarÚtskriftarhópur Grunndeildar

 

Framhaldsdeild byrjar aftur eftir sumarleyfi mánudaginn 19. ágúst með skólasetningu og grunndeildin mætir aftur viku seinna mánudaginn 26.ágúst samkvæmt stundaskrá sem verður send út á alla nemendur í byrjun ágúst. 

 

Njótið sumarsins - sjáumst í haust!

Skólastjóri

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn