Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

Stora Daldansen - Nordic Baltic Ballet Competition

Dagana 12.-14. mars er haldin Norræn- /Eystrasalts-ballettsólókeppni í Falun í Svíþjóð þar sem saman koma bestu nemendur þessara landa til að keppa í ballett.

Ísland hefur sent nemendur í þessa keppni um árabil og best náð þriðja sæti þegar Ellen Margrét Bæhrenz tók þátt árið 2010 og í fyrra þegar Helga Krisín Ingólfsdóttir vann áhorfendaverðlaunin.
Í ár eru keppendur 40 og þar á meðal nemendur sem hafa náð miklum árangri í keppnum sem þessum. Samkeppnin er því gríðarlega hörð um sætin 15 í úrslitum en hvernig sem fer þá er keppni sem þessi virkilega góð og dýrmæt reynsla fyrir þá nemendur sem fara út.


 Fulltrúar Íslands voru valdir í undankeppni á vegum Félags íslenskra listdansara sem haldin var í október síðastliðinn. Þær eru Birta Thorarensen, Helga Kristín Ingólfsdóttir og Kristín Marja Ómarsdóttir allar nemendur við Listdansskóla Íslands.
Eftir undankeppnina íslensku tóku við æfingar á bæði klassískum og nútímadanssóló en þeir voru samdir sérstaklega fyrir stelpurnar af Hildi Ólafsdóttur og Hannesi Þór Egilssyni. 


Þátttaka í þessari keppni gefur nemendum færi á að bera sig saman við þá bestu á norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum og sama hvernig fer þá taka þær með sér heim verðmæta reynslu sem mun vafalaust nýtast þeim í framtíðinni.

Sjá nánar á heimasíðu keppninnar www.storadaldansen.se

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn