Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

SOLO - undankeppni fyrir Stora Daldansen

Sunnudaginn 18. október fór fram SOLO-keppnin árlega þar sem valdir eru fulltrúar Íslands til að fara til Falun í Svíþjóð og taka þátt í Stora Daldansen. Þar koma keppendur frá norrænu og baltnesku löndunum og keppa í listdansi.

Að þessu sinni tóku 11 keppendur frá tveimur skólum þátt í SOLO, frá Klassíska Listdansskólanum og Listdansskóla Íslands. Hver keppandi dansaði einn sóló úr klassísku ballettverki en þær sem fara til Svíþjóðar þurfa að dansa tvo sólóa í keppninni úti. Juniors sem eru 14-16 ára dansa tvo klassíska sólóa og seniors 17-19 ára dansa einn klassískan sóló og einn nútímasóló.

Í dómnefnd sátu Ellen Margrét Bæhrenz, Halla Þórðardóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Kristín Ögmundsdóttir formaður dómnefndar og Valgerður Rúnarsdóttir. Þær Kristín Marja Ómarsdóttir, Sesselja Borg Þórðardóttir og Þorgerður Atladóttir voru valdar af dómnefndinni til þess að fara út til Falun en þær eru allar nemendur við Listdansskóla Íslands. Ef eitthvað skyldi koma uppá voru valdar til vara þær Diljá Sveinsdóttir og Helena Marina Salvador einnig nemendur við sama skóla.

Frá vinstri: Helena Marina, Sesselja, Kristín Marja, Þorgerður og Diljá

Þær sem fara út fengu 40.000 kr. ferðastyrk frá Minningarsjóði Svandísar Þulu ásamt gjafabréfum frá verslununum Ástund og Arena. Framundan er svo val á sóló númer tvö og stífar æfingar en það fylgir því að vera í landsliðinu í ballett. Það er gott að hafa góðan tíma til æfinga enda margt sem þarf að fínpússa fyrir svona keppni.
Við óskum stúlkunum til hamingju með árangurinn og góðs gengis úti í Svíþjóð!

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn