Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

SOLO ballettkeppnin - fulltrúar Íslands valdir fyrir Stora Daldansen

Þann 7. febrúar næstkomandi munu upprennandi dansarar spreyta sig á sviði Gamla bíós.

Um er að ræða undankeppni fyrir Stora Daldansen, norrænu einstaklingskeppnina í klassískum listdansi sem haldin verður í Falun í Svíþjóð 8. – 10. Mars næstkomandi. Það er Félag íslenskra listdansara sem stendur fyrir undankeppninni hérlendis en sigurvegarar keppninnar munu síðan keppa fyrir Íslands hönd í aðalkeppninni í Stora Daldansen í Svíþjóð. Undankeppnin SOLO er mikilvægur vettvangur fyrir íslenska listdansnema til þess að spreyta sig á krefjandi sólóhlutverkum klassískra ballettverka. Stífar æfingar hafa farið fram í æfingasölum listdansskólanna síðan fyrir jól en keppendur að þessu sinni koma frá Listdansskóla Íslands og Ballettskóla Guðbjargar Björgvinsdóttur. Með keppninni vill Félag íslenskra listdansara skora á íslenska listdansnema og ýta undir áhuga á klassískum ballett. Þátttökurétt í undankeppnina hafa listdansnemar í öllum listdansskólum innan Félags íslenskra listdansara.

Ellefu keppendur eru skráðir til leiks. Gera má ráð fyrir spennandi og skemmtilegri keppni þar sem töfraljómi klassískra ballettverka fær að njóta sín.

Minningarsjóður Svandísar Þulu Ásgeirsdóttur mun veita vinningshöfum styrk til Utanfarar. Minningarsjóðurinn styrkir meðal annars unga ballettdansara en Svandís Þula hafðistundað ballettnám í Ballettskóla Eddu Scheving í rúm tvö ár áður en hún lést.

Miðasala á midi.is

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn