Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

Skólaárið 2016-17

Þá fer skólaárið 2016-2017 að rúlla af stað og stundaskrárgerð og undirbúningur fyrir önnina á lokametrunum. 
Stundaskrána má finna í dálknum hér til hægri með venjulegum fyrirvörum um breytingar. 

Skólasetning framhaldsdeildar verður þriðjudaginn 16. ágúst klukkan 17 og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 17. ágúst. Við gerum ráð fyrir að eitthvað verði um töflubreytingar/aðlögun hjá framhaldsdeildarnemendum og biðjum þá sem eru í vandræðum með töfluna að koma og tala við okkur.

Grunndeildin mætir á skólasetningu mánudaginn 22. ágúst sem hér segir:
Nemendur 1-3. stigs ásamt foreldri/um klukkan 16:30-17:30
Nemendur 4-7. stigs ásamt foreldri/um klukkan 17:30-18:30 
Þetta er nýbreytni sem við erum að taka upp að þessu sinni að hafa sérstaka skólasetningu fyrir grunndeildarnemendur en með því langar okkur að efna til meira samtals og samstarfs við foreldra um nám barnanna hér við skólann. 

bestu kveðjur,
skólastjóri

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn