Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

Grunnskólanemendur velkomin aftur !

Þá bjóðum við nemendur grunnskóladeildar velkomna aftur til baka - vonandi höfðuð þið það sem best í fríinu. Það er spennandi starfsár framundan hjá okkur í Listdansskólanum, jóla og vorsýningarnar verða á sínum stað. Nemendur skólans munu dansa með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu, á Töfrahurðartónleikum í Salnum í Kópavogi og svo mætti lengi telja. 
Nemendur framhaldsdeildar byrjuðu þegar í liðinni viku og á myndinni hér að neðan má sjá þá sem mættu á skólasetningu framhaldsdeildar mánudaginn 22.ágúst síðastliðinn.

Fylgist með fréttum og því sem er á döfinni hér á síðunni og einnig á Facebook síðu skólans 

Upphaf skólaárs 2011-12

SKÓLASETNING FRAMHALDSDEILDAR  verður MÁNUDAGINN 22.ÁGÚST KL 17 00,
KENNSLA HEFST ÞRIÐJUDAGINN 23.ÁGÚST SKV STUNDATÖFLU.
KENNSLA GRUNNSKÓLADEILDAR HEFST MÁNUDAGINN 29.ÁGÚST SKV. STUNDATÖFLU SEM BERST TIL NEMENDA Í PÓSTI UM MIÐJAN ÁGÚST.

STUNDATAFLA BIRTIST EINNIG Á VEFSÍÐU INNAN FÁRRA DAGA.

Styttist í sumarnámsskeið hjá Listdansskóla Íslands

Nú fer að styttast í sumarnámskeiðið hjá Listdansskóla Íslands. Nokkrir hlutir hafa breyst í skipulagningunni undanfarna daga. Það láðist að taka inn tvo lögskipaða frídaga ,17.og 18.júní, í seinni viku námskeiðsins, Námskeiðið verður frá 6. - 16.júní, samtals átta virka daga. Sjá stundartöflu og hópa hér að neðan.
Námskeiðið kostar aðeins 16 000 kr og í því er innifalið 2 kennslustundir, klassískur og nútímadans kenndar af Luciu og James. Hver kennslustund er 75 mín og 15 mín pása á milli tíma. Því miður verður ekki boðið upp á lyriskan jazz í þetta sinn.

Greiðsluseðlar verða sendir út á mánudaginn og þarf að greiða fyrir 6.júní.

Hópur III

kl. 17 00 - 18 15  Ballett (Lucia)
Kl. 18 30 - 19 45  Nútímadans (James)

Hópur II

kl. 17 00 - 18 15  Nútímadans (James)
Kl. 18 30 - 19 45  Ballett ( Lucia)

Hópur  I

20 00 - 21 15  Ballett (Lucia)

Listdansskólinn í nokkrum orðum fyrir nýja nemendur

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

Listdansskóli Íslands var stofnaður árið 1952 og hefur haldið þeirri sérstöðu að vera í fararbroddi  listdans á Íslandi. Við skólann hafa alla tíð starfað úrvalskennarar og er ákveðið mat lagt til grundvallar inntöku nemenda sem fram fer að vori og hausti. Rafræn skráning fyrir veturinn 2011 til 2012 er nú í fullum gangi og fara inntökuprófin fram laugardaginn 30. apríl næstkomandi. 

Í Listdansskóla Íslands fer fram öflug og metnaðarfull danskennsla þar sem gæði, skilningur, þekking og fagmennska eru lykilatriði. Námið í Listdansskólanum einkennist fyrst og fremst af mikilli og góðri tæknivinnu. Kröfur eru gerðar um aga og ástundun. Jafnframt er lögð áhersla á að í skólanum ríki gott andrúmsloft þar sem nemendum geti liðið vel. Listdansnámi skólans er skipt í tíu samliggjandi stig: sjö stig á grunnskólastigi, 9 til 15 ára, og þrjú stig á framhaldskólastigi, 16 ára og upp úr.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Listdansskóli Íslands hefur það að meginmarkmiði að mennta framtíðarlistdansara og undirbúa nemendur fyrir nám á háskólastigi. En það er einnig markmið skólans að veita þeim nemendum sem stunda námið sér til ánægju, framúrskarandi kennslu og  þjálfun og veita þeim innsýn í aðra framtíðarmöguleika tengda dansinum. 

Juilliard dansarar með námsskeið

Fjórir dansarar úr Juilliard kenna námskeið í lok maí eða dagana 27.-29.maí.
Nánari upplýsingar á LR@juilliard.edu

Einnig má lesa nánar um námsskeiðið á facebook HÉRNA

Inntökupróf Framhaldsdeildar

Inntökupróf framhaldsdeildar verður haldið laugardaginn 30.apríl klukkan 14-16, að Engjateigi 1.  Fólk er beðið um að vera í þægilegum aðsniðnum fatnaði sem auðvelt er að hreyfa sig í. Vinsamlegast mætið tímanlega svo hægt sé að ganga frá skráningu - OG vinsamlegast klárið rafrænu skráninguna hér til hliðar áður en mætt er í prófið.  

Inntökupróf GRUNNSKÓLADEILDAR

Inntökupróf fyrir grunnskóladeild (börn fædd 2000-2002) verður haldið í húsnæði skólans að Engjateigi 1 laugardaginn 30.apríl klukkan 11-13.  Fólk er beðið að mæta tímanlega svo hægt sé að ganga frá skráningum og þess háttar. Vinsamlegast mætið í þægilegum æfingafatnaði sem auðvelt er að hreyfa sig í en fela ekki líkamann.  (Upplagður fatnaður væri ballett/fimleikabolir og sokkabuxur fyrir stúlkur, gammosíur og bolir fyrir stráka)  

Vinsamlegast skráið nemendur í gegnum rafrænu skáninguna hér til hliðar - sjáumst hress þann þrítugasta. 

 

Vorsýning Listdansskólans 12. apríl í Þjóðleikhúsinu

Vorsýning Listdansskólans verður haldin 12.apríl næstkomandi í Þjóðleikhúsinu - sýningarnar verða tvær, sú fyrri klukkan 17:30 og sú seinni klukkan 20 

Skemmtilegur fyrirlestur í boði Íslenska dansfræðifélagsins

 

Laugardaginn 2. apríl kl. 15.15 í sal í Listdansskóla Íslands, Engjateigi 1.

 

Ingibjörg Björnsdóttir mun fjalla um dansa barokktímabilsins með sérstöku tilliti til hirðdansleikja Lúðvíks fjórtánda konungs Frakka.

Á dansgólfinu í Louvrehöllinni og síðar í Versölum mátti sjá dansa sem tengdust fyrri tímum í samtímabúningi dansmeistara konungs. Einnig það nýjasta í tískudönsum þessa tíma sem voru nátengdir þróun hins klassíska listdans. Þar að auki sáust líka dansar sem áttu eftir að verða áberandi á vestrænum dansgólfum næstu 200 árin, þ.e. gagndansarnir.

 

Frábær árangur nemenda Listdansskólans í SOLO-keppninni

 

Þriðjudaginn 1. mars stóð Félag íslenskra listdansara (Fíld) fyrir íslenskri undankeppni fyrir Stora Daldansen sem er norræn/baltnesk sólóballettkeppni haldin árlega í Svíþjóð.
Sigurvegarar keppninnar að þessu sinni voru Ellen Margrét Bæhrenz 1.sæti, Karl Friðrik Hjaltason 2.sæti og Gunnhildur Eva G. Gunnarsdóttir 3.sæti en þau eru öll nemendur við Listdansskóla Íslands.  Ellen dansaði sóló úr ballettinum Don Quixote, Karl Friðrik einnig sóló úr Don Quixote og Gunnhildur Eva dansaði sóló úr Le Corsaire. 

Frá vinstri: Gunnhildur, Ellen, Karl

Þessi þrjú fara svo til Falun í Svíþjóð í vor og keppa fyrir Íslands hönd í Stora Daldansen en þess má geta að bæði Karl Friðrik og Ellen tóku þátt í þeirri keppni í fyrra og gerði Ellen sér lítið fyrir og náði 3ja sæti í keppninni úti. Það verður spennandi að sjá hvernig gengur hjá þeim öllum núna.
Í fjórða og fimmta sæti SOLO-keppninnar urðu svo þær Þórey Birgisdóttir og Anna Kristín Gunnarsdóttir.

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn