Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

Stundatafla vorannar 2012

Stundatafla vorannar 2012 er komin inn á vefinn og er hægt að nálgast hana í gegnum dálkinn hér til hægri...

Glæsileg dansatriði á jólatónleikum Sinfó

Nú 16. & 17.desember dönsuðu 28 nemendur framhaldsdeildar Listdansskólans á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu.  Dansatriðin sömdu kennarar skólans Brian Gerke og Guðmundur Helgason og komu þau einstaklega vel út í þessari glæsilegu umgjörð sem Eldborgarsalurinn er. Krakkarnir stóðu sig mjög vel og ljóst að þessi reynsla er þeim mjög dýrmæt, að dansa í svo stórum sal (um 1.400 áhorfendur á hverjum tónleikanna þriggja) við undirleik heillar sinfóníuhljómsveitar. 

Hópurinn glæsilegi sem dansaði í Hörpu Hópurinn glæsilegi sem dansaði í Hörpu

Þar með er lokið þessari haustönn hjá okkur í Listdansskólanum og við komin í jólafrí.  Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá 5. janúar 2012. 

 

Jólasýning Grunnskóladeildar í Gamla Bíó 14.desember

Þá er komið að jólasýningu grunnskóladeildar Listdansskóla Íslands og verður hún miðvikudaginn 14.desember klukkan 18 og klukkan 20 í Gamla Bíó.  Sýningin nefnist Draumur á aðventu og er lítil falleg saga um strák sem fær óvænta heimsókn á aðventu. Snjókarl vekur hann upp af værum svefni og tekur hann með sér í ævintýraferð. Þeir fljúga um loftin blá innan um tunglskinið, norðurljósin og skýin og lenda í ýmsum spennandi uppákomum. 
PLAKAT

 

 

Fimm framhaldsnemendur útskrifast frá Listdansskóla Íslands

Að lokinni flottri sýningu framhaldsdeildar Listdansskóla Íslands í Austurbæ 30.nóvember síðastliðinn var komið að því að útskrifa fimm unga dansara sem sumir hverjir hafa verið í skólanum í heil 10 ár.  Það verður spennandi að sjá hvað þessar glæsilegu stúlkur taka sér fyrir hendur núna að loknu námi. Við óskum þeim innilega til hamingju með áfangann!

útskriftarnemendur haust 2011

Frá vinstri: Hildur Margrét Jóhannsdóttir, Hrund Jóhannesdóttir, Bryndís Snæfríður Gunnarsdóttir, Aldís Gunnarsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir. 

Æfingaplan jólatónleikar SINFÓ

Allar æfingar eru í Listdansskólanum nema annað sé tekið fram... 

Arabíski og kínverski dansinn:
Föstud. 2.des 16-18
Mánud. 5.des 18:30-20:30
Þriðjud. 6.des 17-19
Miðvikud. 7.des 18-20
Fimmtud. 8.des 16:30-18:30
Föstud. 9.des 16-18 

Blómavals: 
Laugard. 3.des 
4 Pör kl. 11:45-12:45
Svalastelpur kl. 15-16

fimmtudaginn 8.des
14:30-15:30, 4 pör
15:30-16:30, Svölurnar

föstudaginn 9.des
14:30-15:30 Allir - (Ellen Margrét, sykurplóma líka)

laugardaginn 10.des
14-16 Allir (sumir sleppa jafnvel fyrr heim)

Mánudaginn 12.des
14:30-15:30 Allir, æfing & rennsli

Þriðjudaginn 13.des
15:15-15:45 Allir, æfing & rennsli

Miðvikudaginn 14.des
14:30-15 Allir, æfing & rennsli 

Æfingar með Sinfó í Hörpu:
Fimmtud. 15.des kl 9:30-13
Föstud. 16.des kl 9:30-12:30 
-Sýning sama dag kl 17 
& laugardaginn 17.des kl 14 & 17 

Með fyrirvara um breytingar... 

 

ÆFINGAPLAN framhaldsdeild 29.nóvember í AUSTURBÆ

ÆFINGAR þriðjudaginn 29.nóvember 2011 í AUSTURBÆ 

  Svið Efri hæð
10-10:45 KLA E+D Upphitun  
11-12 KLA-E+D (+strákar) Walpurgisnacht  

12-13

KLA-E+D(+strákar) Walpurgisnacht KLA-C Upphitun
12-13:45
13-13:30
Tæknimenn hlé 
Hugsanleg aukaæfing KLA
án tæknimanna
 
13:30-14:15 KLA-C  Divertimento Upphitun nútímadeild
14:15-15:45 REP NTD   
15:45-16:30 NTD -A Camerons verk  
16:30-17:15 NTD - B, Brians verk  
17:15-18 NTD - C, James' verk  
18-18:45 NTD - D, James' verk  
18:45-19   HLÉ  HLÉ   
19:00- RENNSLI í búningum  

 

Æfingaplan framhaldsdeildar vikuna 21-26 nóvember

 

Æfingaplan framhaldsdeild klassík vikuna 21-26 nóvember 2011
AÐRIR TÍMAR SAMKVÆMT STUNDATÖFLU

Mánud. 21.nóv
Kl. 13-13:20 -Mummi
Strákar Walpurgisnacht SOLO Kalli, Kolbeinn, Teitur
kl. 13:20-14:30 –Mummi
3 extra pör Aldís+Viktor, Bryndís+Teitur, Þórhildur+Ástbjörn

Haustsýning Framhaldsdeildar LÍ

Hin árlega haustsýning framhaldsdeildar Listdansskóla Íslands verður í Austurbæ í ár og er lofað ósvikinni skemmtun. Dansatriðin eru fjölbreytt, skemmtileg og við allra hæfi. Sýningin er opin öllum sem hafa gaman af því að horfa á góðan dans. Miðaverð aðeins 2000 kr. Tveir fyrir einn gegn framvísun danskortisins og ókeypis fyrir 12 ára og yngri.

plakat svart

Miðasalan hefst í Listdansskóla Íslands mánudaginn 21.nóvember og verður svo við innganginn á sýningardaginn 30.nóvember frá kl. 18:00 en sýning hefst kl. 20:00. Einnig er hægt að panta miða á listdans@listdans.is  

 

HEIMSÓKNATÍMI útskriftarsýning framhaldsnema í Gaflaraleikhúsinu

Miðvikudaginn 16. nóv. kl. 20 verður "Heimsóknatími" sýning útskriftarnema frá Listdansskóla Íslands í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði.  Miðar er aðeins seldir á staðnum (Almennt verð 1000 kr. Ókeypis fyrir 12 ára og yngri og aðeins 500 kr. fyrir nema LÍ).

plakat heimsóknatími

Heimsókn frá Noregi

Miðvikudaginn 16. nóvember næstkomandi kemur í heimsókn hópur 13 nemenda ásamt Ida Uvaas kennara frá Noregi, en þau eru frá skólanum Rönningen Folkehögskole í Osló... 

Þau munu taka þátt í móderntímum um morguninn hjá framhaldsdeildinni og hvetjum við alla til þess að taka vel á móti gestunum okkar :) 

 

 

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn