Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

LAUGARDAGSKENNSLA grunndeildar fellur einnig niður...

Til þess að hafa vaðið fyrir neðan okkur fellum við einnig niður kennslu grunndeildar laugardaginn 3.nóvember. 

Sjáumst hress á mánudaginn og passið ykkur á rokinu ! 

bestu kveðjur
Mummi 

SKÓLAHALD GRUNNDEILDAR FELLUR NIÐUR !

Skólahald grunndeildar fellur niður föstudaginn 2. nóvember vegna veðurs. Þeir nemendur framhaldsdeildar sem ekki treysta sér vegna vindsins geta fengið leyfi. 

Fylgist með hérna varðandi kennslu á laugardeginum... 

kv
Guðmundur 
Skólastjóri 

PRÓFTAFLA Framhaldsdeildar haust 2012

Þriðjudagur 30.okt 
KLA-E 3/4 + táskór - kl. 18:30-20:30

Miðvikudagur 31.okt 
KLA-C + táskór - kl. 9:30-11:30

NTD-B - kl. 15:30-17:00

Fimmtudagur 1.nóv
KLA-D + táskór - kl. 11:30-13:30

NTD-A - kl. 14-15:30

Föstudagur 2.nóv
KLA-B - kl. 14:30-16:00

NTD-C - kl. 16:30-18:00

Miðvikudagur 7.nóv
NTD-D - kl. 10-11:30

Fimmtudagur 8.nóv
KLA-A - kl. 15:30-17:00
 

Stundaskrá haustannar 2012

Við vekjum athygli á því að stundaskrá haustannar 2012 er kominn inn hér á vefsíðuna og má nálgast hana HÉRNA eða bara í dálkinum hér til hægri.
Við setjum sömu fyrirvara og ávalt - sumt gæti breyst... 

Upphaf skólaárs 2012-13 / Skólasetning framhaldsdeildar

Þá líður senn að upphafi nýs skólaárs hjá Listdansskóla Íslands og alltaf nokkur spenna í kringum það. 

Guðmundur Helgason nýr skólastjóri Listdansskóla Íslands

Eins og áður hefur komið fram verða skólastjóraskipti í Listdansskóla Íslands 1.ágúst næst komandi þegar Lára Stefánsdóttir hverfur til starfa sem listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins. Staða skólastjóra var auglýst í byrjun maí og bárust sjö umsóknir. Stjórn Dansmenntar fékk tvo utanaðkomandi fagaðila úr dansheiminum til að fara yfir og meta umsóknir og í kjölfarið voru þrír umsækjendur boðaðir í viðtal við stjórnina. Á grundvelli þeirra var síðan ákveðið að bjóða Guðmundi Helgasyni starfið.

Guðmundur hefur starfað við Listdansskólann sem kennari, fyrst á árunum 1993-2000 og síðan aftur frá árinu 2007 þegar hann flutti heim aftur eftir meistaranám í New York. Guðmundur hóf nám við þennan skóla sem þá hét Listdansskóli Þjóðleikhússins 16 ára gamall og var nemandi við skólann þegar hann flutti hingað á Engjateig. Árið 1991 hélt hann til náms við Konunglega Sænska Ballettskólann og útskrifaðist þaðan með diplómu tveimur árum síðar. Hann kom þá heim til Íslands aftur og dansaði með Íslenska dansflokknum auk þess að sinna kennslu við Listdansskólann eins og áður sagði. Einnig hefur Guðmundur samið dans við ýmis tækifæri, leiksýningar og fyrir Íslenska dansflokkinn.
Eftir ellefu ára feril með dansflokknum hélt hann til New York í meistaranám í dansi við New York University-Tisch School of the Arts auk þess að taka grunnnámsskeið í einkaþjálfun og starfa við það hjá líkamsræktarkeðjunni Equinox. Að því loknu flutti hann heim og hóf kennslu við Listdansskólann og hefur það verið hans aðalstarf síðan. Hann hefur einnig sinnt félagsmálum síðustu árin og verið formaður Félags íslenskra listdansara frá janúar 2011 og formaður Samtakanna '78 frá mars 2011.

Guðmundur hefur nú undirbúning næsta skólaárs með dyggri aðstoð Láru. Við bjóðum hann velkominn til starfa og vonum að skólinn haldi áfram að blómstra undir hans stjórn og að gleðin og sköpunarkrafturinn fái að njóta sín sem aldrei fyrr í skólastarfinu.
Stjórn Dansmenntar ehf. 

Glæsilegur útskriftarhópur

í dag kvöddum við þennan fríða hóp nemenda Listdansskólans sem sum hver hafa verið í námi hérna frá unga aldri. Við kveðjum þau með gleði í hjarta fyrir þeirra hönd en einnig er nú ákveðinn söknuður þegar svona flottir nemendur eru kvaddir. 

Útskriftarnemendur frá vinstri: Viktoría Sigurðardóttir, Viktor Már Leifsson, Aníka Maí Jóhannesdóttir, Gunnhildur Eva Guðjohnsen Gunnarsdóttir, Ellen Margrét Bæhrenz og Erna Guðrún Fritzdóttir. 

Við óskum þeim öllum til hamingju með áfangann og óskum þeim alls velfarnaðar í lífinu. 

Starf skólastjóra Listdansskóla Íslands

Dansmennt ehf auglýsir starf skólastjóra Listdansskóla Íslands laust til umsóknar. Umsóknum og meðfylgjandi gögnum skal skila á skrifstofu Listaháskóla Íslands, Þverholti 11, 105 Reykjavík eigi síðar en mánudaginn 21.maí. 

Smellið á myndina til að fá nánari upplýsingar

 

 

INNTÖKUPRÓF GRUNN- og FRAMHALDSDEILDAR

Inntökupróf í Listdansskóla Íslands verða haldin að þessu sinni laugardaginn 21.apríl í húsnæði skólans að Engjateigi 1.  

Inntökupróf grunndeildar hefst kl 11 og eru börn á aldrinum 9-11 ára (fædd 2001-2003) velkomin í þetta inntökupróf en eldri nemendur (12-15 ára) biðjum við að koma í opna tíma þegar kennsla hefst í haust. 
Rafræn skráning er hafin og opnast skráningarblaðið með því að smella á tengil hér til vinstri. Við biðjum alla próftaka að mæta tímanlega til prófsins...

Inntökupróf framhaldsdeildar (16 ára og eldri, fædd 1996 eða fyrr) verður einnig haldið laugardaginn 21.apríl, klukkan 14. Teknir eru inn nemendur bæði á klassíska listdansbraut og nútímalistdansbraut. Við biðjum alla áhugasama um að skrá sig rafrænt í gegnum skráningareyðublaðið hér til vinstri og endilega vera nákvæm í upptalningu á fyrra námi... Hlökkum til að sjá ykkur - mætið tímanlega svo hægt sé að ganga frá númerum og taka ljósmyndir áður en prófið sjálft hefst. Einnig biðjum við próftaka að vera klædd í fatnað sem auðvelt er að hreyfa sig í og sína línur líkamans vel. 

SVANAVATNIÐ Í SVARTASKÓGI vorsýning Listdansskóla Íslands

Vorsýning Listdansskóla Íslands að þessu sinni nefnist Svanavatnið í Svartaskógi og verður hún sýnd í Borgarleikhúsinu mánudaginn 26.mars kl. 17 og kl. 20 (tvær sýningar). Listdansskólinn fagnar um þessar mundir 60 ára afmæli sínu og er meira lagt í sýninguna en oft áður og allir nemendur skólans taka þátt í uppfærslunni á þessu þekkta verki. 

mynd svanavatnið

Miðasala er hafin í Borgarleikhúsinu og á midi.is - miðaverð er kr. 2.000
Tveir fyrir einn gegn framvísun danskortsins

 

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn