Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

Skólasetning og stundatafla

Skólasetning framhaldsdeildar Listdansskóla Íslands verður mánudaginn 19. ágúst klukkan 17
Grunndeild mætir svo samkvæmt stundaskrá viku síðar mánudaginn 26. ágúst. 

Þar gefst færi á að ræða við kennara og skólastjóra um hugsanlega stundatöfluárekstra og svo framvegis.

Stundataflan er í vinnslu og verður sett hér inná vefinn hjá okkur um leið og hún er tilbúin. 

Bestu kveðjur
Skólastjóri 

Við lok skólaárs…

 

Þá er lokið skólaárinu 2012-13 og nemendur og starfsfólk skólans farið í sumarfrí. 

Þetta hefur verið viðburðaríkt ár og næg verkefni fyrir nemendur skólans eins og svo oft áður. 

Inntökupróf Listdansskóla Íslands

Inntökupróf Listdansskóla Íslands fyrir skólaárið 2013-2014 verða haldin laugardaginn 4. maí næstkomandi fyrir bæði grunn- og framhaldsdeild. 

Vorsýning Listdansskóla Íslands 27.mars kl 17 & 20

 

Miðvikudaginn 27.mars er komið að árlegri vorsýningu Listdansskóla Íslands. Sýningarnar verða tvær, klukkan 17 og 20 í Borgarleikhúsinu www.borgarleikhus.is
 
Til að kaupa miða hafið vinsamlegast samband við miðasölu Borgarleikhússins með tölvupósti á midasala@borgarleikhus.is eða í síma 568 8000. Almennt miðaverð er 2.000 krónur en 12 ára og yngri fá miðann á 500 krónur. 
 
Á vorsýningu Listdansskóla Íslands má sjá alla nemendur skólans leika listir sínar og á efnisskránni eru fjölbreytt verk. Nemendur framhaldsdeildar á klassískri braut auk nemenda á 6. og 7. stigi grunndeildar sýna fyrsta þátt úr Coopeliu við tónlist Delibes, nemendur á nútímadansbraut sýna þrjá kafla úr Vorblóti Stravinskis eftir jafnmarga danshöfunda. Nemendur Grunndeildarinnar túlka svo Árstíðir Vivaldis í dansi eftir kennara skólans. Í pylsuenda sýningarinnar verður svo lítil rúsína sem allir nemendur skólans taka þátt í.  
 
Við lofum góðri skemmtun!
Vonandi sjáum við sem flesta til að horfa á þessa uppskeruhátíð sem vorsýningin okkar er. 
(Sýningin er um það bil ein og hálf klukkustund að lengd með hléi)
 

Kennsla fellur niður vegna veðurs

Kennsla fellur niður í Listdansskólanum í dag miðvikudaginn 6.mars vegna veðurs. 
Við bendum foreldrum á þessi tilmæli slökkviliðsins til foreldra og forráðamanna við röskun á skólastarfi.  

Skólastjóri

Sýningar á döfinni...

Það er einstaklega ánægjulegt hversu mörg tækifæri nemendur Listdansskólans fá til þess að sýna utan við hefðbundnar nemendasýningar. Á föstudaginn kemur, 8.febrúar dansa nemendur á fyrsta ári framhaldsdeildar undir leiðsögn Önnu Richards spunakennara á Safnanótt í Gerðarsafni í Kópavogi. Verkið er spunaverk unnið útfrá verkum Helga Þorgils en verk hans eru til sýnis á safninu núna og nefnist sýningin Tónn í öldu. 
Sýningin hefst kl 22, föstudaginn 8.febrúar. 

Í desember síðastliðnum dönsuðu nemendur 5.stigs á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, fríður hópur sem dansaði við tónlist úr Snjókarlinum eftir Howard Blake. Samstarf skólans við sinfóníuhljómsveitina heldur svo vonandi áfram á næsta starfsári.
Myndin var tekin baksviðs í Hörpu. 

 

Þá dönsuðu nemendur á Töfrahurðartónleikum í byrjun janúar þar sem þemað var Vínartónleikar. Nemendurnir sömdu atriðin sjálf og settu skemmtilegan svip á tónleikana ásamt trúðum frá Sirkus Ísland, skólahljómsveit Kársnesskóla ofl. 

Myndin var tekin í anddyri Salarins þar sem krakkarnir dönsuðu meðan tónleikagestir komu í hús.

---

Næst á döfinni eru svo aðrir Töfrahurðartónleikar í byrjun mars, nemendasýningin okkar 27.mars í Borgarleikhúsinu og svo er í vinnslu uppákoma fyrir Barnamenningarhátíð... Fylgist með ! 

 

STUNDASKRÁ VORANNAR 2013 með fyrirvara um breytingar

Þá er stundaskrá vorannar komin hér inná vefsíðuna og má nálgast hana HÉRNA með fyrirvara um breytingar

Hjá nemendum fyrsta árs bætist núna við Listdanssaga (LDS) 103 (þrið og fim) og Spuni 101 (á miðvikudögum)

Nemendur annars árs taka Danssmíði DSM 101 (á fimmtudögum) 

HÓPASKIPTING ER SÚ SAMA OG Á HAUSTÖNN

 

Æfingaplan vegna jólasýningar grunndeildar

Þriðjud. 11. des. Gamla Bíó
Nemendur mæti í leikhúsið ekki seinna en hálftíma áður en æfing hefst á sviði.
Kl. 9:30 7. stig Snjókorn (Lucia)
Kl. 10:10 7. stig Funky Sugarplum (James)
Kl 10:50 6. stig Mirlitons klassík (Margrét)
Kl 11:30 5. stig Blómavals (Helena)
Kl. 12:15 5.stig Mannfólk Englajóla (Nanna)
Kl 12:30 6./4.stig Bardagi músa og tindáta (Hildur)
Kl 13:10 4. stig Barnamars (Helena)
Kl 13:50 3. stig Á leið í jólaboð (Ingibjörg/Kara)
Kl 14:30 2./3. stig Spuna-englar og börn (Þyrí)
Kl 15:10 2. stig Englar Englajóla (Margrét)
Kl 15:50 1. stig Leikf. hennar Klöru (Ingibj/Sigrún Ósk)
Kl 16:10 Allir Rennsli til um kl. 18:30

Miðvikud. 12. des. Gamla bíó
 Kl. 10:00 – 10:30 Upphitun 6. og 7. stig á sviði, aðrir á göngum.
Kl. 11:00 – 13:00 Aðalæfing og framkall Hlé (eldri nem. geta gert ráð fyrir æfingu)
Kl. 16:30 6. og 7. stig mæti í leikhúsið
Kl. 17:00 Mæting aftur í leikhúsið !
Kl. 18:00 – 19:00 Fyrri sýning
Kl. 20:00 – 21:00 Seinni sýning

Eftir sýningarnar eru allir komnir í jólafrí.
Kennsla hefst aftur skv. stundaskrá 7. janúar 2013.
 

Jólasýning grunnskóladeildar 12.12.12 í Gamla Bíó

Jólasýning grunndeildar verður haldin 12.desember kl 18 & 20 í Gamla Bíó - Leikhús

Jólasýning grunndeildar Listdansskóla Íslands er árviss viðburður og er efnisskráin fjölbreytt að vanda. Á sýningunni dansa nemendur verk jafnt eftir kennara skólans sem virta danshöfunda og virkilega gaman að sjá nemendurna kljást við ólík verk og dansstíla. Allir eru velkomnir á sýninguna þar sem við dönsum inn jólin. 

Miðasala er hafin á midi.is  
Athugið að velja réttan tíma á sýningu (18 eða 20) - þeir sem ekki eru með greiðslukort geta keypt miða í miðasölu Gamla Bíós frá kl 16 á sýningardag.

Bók í jólapakkann

Þennan póst fengum við frá Guðbjörgu Arnardóttur og deilum honum hérna svona í aðdraganda jólanna...

Ágæti viðtakandi,

Tilvalin jólagjöf. Dansandi bók - Dansgleði -fyrir alla, einstaklinga, pör, hópa, afa, ömmur og barnabörnin. Frumspor margra dansa eru kennd, t.a.m. salsa, jive, social foxtrot, skottís og brúðarvals. Einnig er að finna úrval dansa fyrir hópa og einstaklinga sem vilja spreyta sig í djassdansi, hip hop, ballett, diskó o.fl. dönsum. Dansar og leikir með fjölskyldunni, börnum og barnabörnum eru útskýrðir á lifandi hátt. Loks geta skapandi einstaklingar stuðst við frábæra lýsingu á því hvernig maður býr til sinn eigin dans.

Aðgangur að lifandi kennslu á vefnum fylgir hverri bók -dansgledi.is

 

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn