Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

Fjórir nemendur Listdansskólans taka þátt í ballettsólókeppninni Stora Daldansen

Dagana 20.-22. mars er haldin Norræn- /Eystrasalts-ballettsólókeppni í Falun í Svíþjóð þar sem saman koma bestu nemendur þessara landa til að keppa í ballett.

Ísland hefur sent nemendur í þessa keppni um árabil og best náð þriðja sæti þegar Ellen Margrét Bæhrenz tók þátt árið 2010. Í ár eru keppendur 36 og þar á meðal nemendur sem hafa náð miklum árangri í keppnum sem þessum.

Fulltrúar Íslands voru valdir í undankeppni á vegum Félags íslenskra listdansara sem haldin var 9. febrúar síðastliðinn. Þær eru Birta Thorarensen, Helga Kristín Ingólfsdóttir, Kristín Marja Ómarsdóttir og Sara Þrastardóttir allar nemendur við Listdansskóla Íslands. Síðustu árin hafa þrír fulltrúar verið sendir í keppnina en þar sem mjög mjótt var á milli þriðja og fjórða sætis að þessu sinni var ákveðið bæta við einum keppanda eftir hvatningu dómnefndar.

Keppendurnir okkar frá vinstri: Birta, Sara, Kristín Marja og Helga Kristín.

Þátttaka í þessari keppni gefur nemendum færi á að bera sig saman við þá bestu á norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum og sama hvernig fer þá taka þær með sér heim verðmæta reynslu sem mun vafalaust nýtast þeim í framtíðinni.

Heimasíða Stora Daldansen: www.storadaldansen.se

Próftafla framhaldsdeildar (haust 2013)

Hér birtum við próftöflu framhaldsdeildar með fyrirvara um breytingar: 

Klassískur Listdans dags kl.  
KLA-E  30.okt 2013 10 miðvikud.
KLA-D 31.okt 2013 11:30 fimmtud.
KLA-B 1.nóv 2013 17 föstud.
Táskór D+E 4.nóv 2013 13 mánud.
KLA-C + Tás-C 5.nóv 2013 17 þriðjud.
KLA-A  7.nóv 2013 11:30 fimmtud.
       
Nútímadans dags kl.  
NTD-B 29.okt 2013 17 þriðjud.
NTD-C 29.okt 2013 18:30 þriðjud.
NTD-D 31.okt 2013 18 fimmtud.
NTD-A 8.nóv 2013 18:30 föstud. 

 

 

 

Laus pláss í framhaldsdeild...

Vegna affalla getum við tekið við fleira fólki í framhaldsdeildina og viljum við bjóða áhugasömum nemendum (fædd 1997 og eldri) í prufutíma fyrir framhaldsdeild Listdansskóla Íslands. 

Nemendur eru beðnir um að skrá sig í gegnum rafrænu skráninguna í dálkinum hér til vinstri og munum við þá hafa samband aftur og finna hentugan tíma fyrir prufu.

Grunndeild hafin á ný

Í dag bjóðum við grunndeild Listdansskóla Íslands velkomna aftur eftir sumarfrí. Við hlökkum til að sjá gamla nemendur á ný og eins að taka á móti nýjum dansnemum sem teknir voru inní skólann að loknum inntökuprófum í vor. 

Um leið tilkynnum við að Þuríður Ingólfsdóttir sem verið hefur ritari skólans frá 2006 hefur látið af störfum og þökkum við henni kærlega fyrir samfylgdina í gegnum árin. 

Í kjölfar þess hefur verið ráðinn nýr starfskraftur á skrifstofu skólans og starf ritara útvíkkað. Nú færist allt bókhald, rukkun skólagjalda og þessháttar frá skrifstofu LHÍ og yfir til okkar á Engjateiginn sem vonandi einfaldar til muna alla þá vinnu hjá okkur. 


Við bjóðum Önnu Biering velkomna til starfa fyrir Listdansskólann en hún er mjög kunnug rekstri skólans okkar þar sem hún starfaði áður á skrifstofu LHI og sá meðal annars um ýmislegt sem varðar Listdansskólann. Það mun taka einhvern smá tíma að klára þessa yfirfærslu og biðjum við nemendur og foreldra um að hafa þolinmæði meðan á því stendur. Við gerum okkar besta til að leysa öll mál fljótt og örugglega. 

Bestu kveðjur,
Skólastjóri

 

Undraland - nýtt dansverk eftir Unni Elísabetu

Undraland er þriðja verkið sem Unnur Elisabet Gunnarsdóttir dansari og danshöfundur semur fyrir Undúla Danskompaný.
Undúla Danskompaný er dansflokkur sem Unnur Elísabet stofnaði árið 2012 og samanstendur af átta mjög efnilegum og flottum stúlkum, sumar eru útskrifaðir dansarar, aðrar afburða nemendur úr Listdansskóla Íslands.

Unnur Elísabet hlakkar mikið til að frumsýna nýtt verk með Undúlunum þann 26.ágúst í Gaflaraleikhúsinu. Verkið er fullt af gleði, húmur, ást, söknuði og draumum. Hvernig væri teboð hjá Lísu, þar sem allt er á hvolfi og ekkert er eins og það á að vera?

Sýningarnar verða tvær þann 26. ágúst klukkan 20:00 og 22:30 :) í Gaflaraleikhúsinu. Miðaverð 1500 kr. Unnur Elísabet hvetur fólk til að koma og sjá unga snillinga :)

Danshöfundur : Unnur Elísabet Gunnarsdóttir
Undúla Danskompaný : Ellen Margrét Bæhrenz, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir, Sigríður Ólöf Valdimarsdóttir, Helga Kristín Ingólfsdóttir, Þórey Birgisdóttir, Þórhildur Jensdóttir, Ellen Kristjánsdóttir og Marta Hlín Þorsteinsdóttir.

 

Upphaf skólaárs hjá framhaldsdeild

Við minnum á að kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á morgun, þriðjudaginn 20. ágúst og að ALLIR tímar framhaldsdeildarinnar eru á Engjateigi þessa viku.

Við biðjum ykkur að koma til okkar með hugsanlega stundaskrár-árekstra sem fyrst svo við getum séð hvað hægt er að gera til að koma til móts við ykkur. Við höfum ekki mikið svigrúm til breytinga en sjáum hvað við getum gert

Skólasetning og stundatafla

Skólasetning framhaldsdeildar Listdansskóla Íslands verður mánudaginn 19. ágúst klukkan 17
Grunndeild mætir svo samkvæmt stundaskrá viku síðar mánudaginn 26. ágúst. 

Þar gefst færi á að ræða við kennara og skólastjóra um hugsanlega stundatöfluárekstra og svo framvegis.

Stundataflan er í vinnslu og verður sett hér inná vefinn hjá okkur um leið og hún er tilbúin. 

Bestu kveðjur
Skólastjóri 

Við lok skólaárs…

 

Þá er lokið skólaárinu 2012-13 og nemendur og starfsfólk skólans farið í sumarfrí. 

Þetta hefur verið viðburðaríkt ár og næg verkefni fyrir nemendur skólans eins og svo oft áður. 

Inntökupróf Listdansskóla Íslands

Inntökupróf Listdansskóla Íslands fyrir skólaárið 2013-2014 verða haldin laugardaginn 4. maí næstkomandi fyrir bæði grunn- og framhaldsdeild. 

Vorsýning Listdansskóla Íslands 27.mars kl 17 & 20

 

Miðvikudaginn 27.mars er komið að árlegri vorsýningu Listdansskóla Íslands. Sýningarnar verða tvær, klukkan 17 og 20 í Borgarleikhúsinu www.borgarleikhus.is
 
Til að kaupa miða hafið vinsamlegast samband við miðasölu Borgarleikhússins með tölvupósti á midasala@borgarleikhus.is eða í síma 568 8000. Almennt miðaverð er 2.000 krónur en 12 ára og yngri fá miðann á 500 krónur. 
 
Á vorsýningu Listdansskóla Íslands má sjá alla nemendur skólans leika listir sínar og á efnisskránni eru fjölbreytt verk. Nemendur framhaldsdeildar á klassískri braut auk nemenda á 6. og 7. stigi grunndeildar sýna fyrsta þátt úr Coopeliu við tónlist Delibes, nemendur á nútímadansbraut sýna þrjá kafla úr Vorblóti Stravinskis eftir jafnmarga danshöfunda. Nemendur Grunndeildarinnar túlka svo Árstíðir Vivaldis í dansi eftir kennara skólans. Í pylsuenda sýningarinnar verður svo lítil rúsína sem allir nemendur skólans taka þátt í.  
 
Við lofum góðri skemmtun!
Vonandi sjáum við sem flesta til að horfa á þessa uppskeruhátíð sem vorsýningin okkar er. 
(Sýningin er um það bil ein og hálf klukkustund að lengd með hléi)
 

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn