Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

Frá skólastjóra vegna veðurs /ófærðar

Þar sem margir eru eflaust að velta fyrir sér skólahaldi í dag vegna veðurs þá hefur vindhraðinn gengið niður og rokið ætti ekki að trufla okkur meira í dag. 

Æfingaplan vegna jólatónleika sinfó

Allar tímasetningar hér að neðan eru með fyrirvara - vinsamlegast tékkið reglulega eftir breytingum 

Föstudagur 4. desember
Fantasíusnjór kl 14:30 

Laugardaginn 5. desember -
Allir rennsli og búningatékk 11:30-13:30 

Æfingar í Eldborg eru svo á eftirfarandi dögum/tímum og er mjög mikilvægt að allir mæti vel á þær.

SOLO - undankeppni fyrir Stora Daldansen

Sunnudaginn 18. október fór fram SOLO-keppnin árlega þar sem valdir eru fulltrúar Íslands til að fara til Falun í Svíþjóð og taka þátt í Stora Daldansen. Þar koma keppendur frá norrænu og baltnesku löndunum og keppa í listdansi.

Að þessu sinni tóku 11 keppendur frá tveimur skólum þátt í SOLO, frá Klassíska Listdansskólanum og Listdansskóla Íslands. Hver keppandi dansaði einn sóló úr klassísku ballettverki en þær sem fara til Svíþjóðar þurfa að dansa tvo sólóa í keppninni úti. Juniors sem eru 14-16 ára dansa tvo klassíska sólóa og seniors 17-19 ára dansa einn klassískan sóló og einn nútímasóló.

Í dómnefnd sátu Ellen Margrét Bæhrenz, Halla Þórðardóttir, Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Kristín Ögmundsdóttir formaður dómnefndar og Valgerður Rúnarsdóttir. Þær Kristín Marja Ómarsdóttir, Sesselja Borg Þórðardóttir og Þorgerður Atladóttir voru valdar af dómnefndinni til þess að fara út til Falun en þær eru allar nemendur við Listdansskóla Íslands. Ef eitthvað skyldi koma uppá voru valdar til vara þær Diljá Sveinsdóttir og Helena Marina Salvador einnig nemendur við sama skóla.

Frá vinstri: Helena Marina, Sesselja, Kristín Marja, Þorgerður og Diljá

Upphaf haustannar 2015

Nú er framhaldsdeild Listdansskóla Íslands komin af stað og kennsla hjá grunndeild hefst að nýju mánudaginn 24. ágúst samkvæmt stundaskrá sem nálgast má í dálkinum hér til hliðar. 

Inntökupróf fyrir skólaárið 2015 - 2016

Inntökupróf fyrir skólaárið 2015 - 2016 verða haldin laugardaginn 9. maí næstkomandi. 

Vorsýning í Borgarleikhúsinu

Vorsýning Listdansskóla Íslands verður í Borgarleikhúsinu þriðjudaginn 31. mars klukkan 17 og klukkan 20. Sýningin er fastur liður í starfi skólans á vorönn og þar fá nemendur að láta ljós sitt skína í metnaðarfullri sýningu.

Æfingaplan grunndeildar fram að vorsýningu

Hér að neðan má nálgast æfingaplan grunndeildar fram að vorsýningunni okkar þann 31. mars næstkomandi. 

ÆFINGAPLAN GRUNNDEILDAR

Stora Daldansen - Nordic Baltic Ballet Competition

Dagana 12.-14. mars er haldin Norræn- /Eystrasalts-ballettsólókeppni í Falun í Svíþjóð þar sem saman koma bestu nemendur þessara landa til að keppa í ballett.

Upphaf vorannar 2015

Þá er kennsla hafin á ný hjá okkur í Listdansskólanum og nemendur vonandi úthvíldir eftir jólafrí. 

Vorönnin verður með hefðbundu sniði - vorsýningin okkar áætluð þriðjudaginn 31. mars í Borgarleikhúsinu og ýmis önnur verkefni sem liggja fyrir hjá okkur. 

Próftafla grunndeildar haustið 2014

Nú eru prófin í framhaldsdeild hálfnuð og próf grunndeildarinnar alveg á næsta leiti. 
Hér að neðan má sjá próftöflu grunndeildarinnar: 

Föstudagur 7. nóvember
5.stig klukkan 15:30

Laugardagur 8. nóvember
4.stig klukkan 10

Þriðjudagur 11. nóvember
3. stig klukkan 15:30

7.stig klukkan 17

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn