Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

21.05.08 - VANGOLDIN SKÓLAGJÖLD

Forráðamönnum þeirra nemenda sem eiga ógreidd skólagjöld er vinsamlega bent á að gera skil sem allra fyrst.  Forsenda þess að nemendur skráist í skólann  milli ára er að eldri skólagjöld hafi verið greidd.  Sjá nánar undir starfsemin/umsóknir og skólagjöld.

15.04.08 - FORSKÓLADEILDIN HELDUR ÁFRAM

Ákveðið hefur verið að halda áfram með forskóladeildina næsta haust.  Það eru annarsvegar nemendur sem fæddir eru 2000 og 2001 (7-8 ára) og hins vegar nemendur sem fæddir eru 2002 og 2003 (5-6 ára).

Forskólabörn þurfa ekki að mæta í inntökupróf en skráning í forskóladeildina fer fram í haust og verður auglýst síðar.

15.04.08 - INNTÖKUPRÓF Í GRUNNSKÓLANN

Inntökupróf fyrir nemendur sem fæddir eru 1999 verður í Listdansskóla Íslands að Engjateigi 1, laugardaginn 3. maí kl. 15:00.  Hafið með æfingaföt og æfingaskó.   Innritun fer fram á staðnum.

INNRITUN Í FRAMHALDSDEILD HAUSTIÐ 2008

Innritun í framhaldsdeild Listdansskóla Íslands fyrir haustönn 2008 fer fram laugardaginn 5. apríl kl. 15:00 í Listdansskóla Íslands,  Engjateigi 1.

"STORA DALDANSEN" í Mora

PÁSKAFRÍ - VORSÝNING - PRÓFDAGAR

Páskafrí hefst mánudaginn 17. mars og lýkur mánudaginn 24. mars.  Kennsla hefst aftur þriðjudaginn 25. mars.

Vorsýningar grunnskóla- og framhaldsdeildar verða í Borgarleikhúsinu 14. maí kl. 17:00 og 20:00.  

Kennt verður í grunnskóladeild til 31. maí.  Próftímabil grunnskóladeildar verður frá 22. - 31. maí.  

BALLERÍNUR ÚTSKRIFAST

Laugardaginn 15.

NEMENDUR GRUNNSKÓLANS SÝNA ATRIÐI ÚR HNOTUBRJÓTNUM Á NOKKRUM HJÚKRUNARHEIMILUM Í BORGINNI

MYNDIR ÓSKAST

Þeir sem kynnu að eiga skemmtilegar myndir frá önninni og vilja leyfa fleirum að njóta þeirra endilega hafið samband við skrifstofuna eða sendið myndirnar í tölvupósti  á skrifstofuna.

DANSSÝNING Í HAFNARFJARÐARLEIKHÚSINU

Laugardaginn 1. des. sýndu nemendur á 3. ári lokaverkefni sitt í danssmíði í Hafnarfjarðarleikhúsinu og nemendur á 4. ári sýndu útskriftarverkefni sitt í "project" áfanga.  Verkin voru unnin undir handleiðslu Guðmundar Helgasonar í danssmíði og Láru Stefánsdóttur í projecttímum í Listdansskóla Íslands á önninni.