Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

14/02/2010 MYNDIR AF SÝNINGU FRAMHALDSDEILDAR

SayitagainHérna á þessari síðu kleo.is má finna myndaalbúm með myndum af sýningu framhaldsdeildar þann 30.nóvember 2010

02/02/2010 STÍFAR ÆFINGAR FYRIR ÍSLENSKU UNDANKEPPNINA FYRIR STORA DALDANSEN

Nú eru elstu nemendur Listdansskóla Íslands á fullu við að æfa sólóana sína fyrir Íslensku undankeppnina fyrir Stora Daldansen.

Birgitte Heide hefur yfirumsjón með æfingum innan skólans en auk hennar koma margir kennarar skólans að þjálfun fyrir keppnina.

11/01/10 GESTAKENNARI VIÐ SKÓLANN

Dagana 18.-29.janúar mun Riku Lehtopolku frá Finnlandi koma og kenna við skólann.  Hann hefur mikla reynslu þrátt fyrir ungann aldur og mun kenna marga tíma meðan á dvöl hans stendur.  Nemendur eru hvattir til að skoða töfluna góðu með upplýsingum um hvenær Riku kennir.

Koma Riku til Íslands er styrkt af Kulturkontakt NORD

10/01/10 Pilates hefst 25.janúar

Við viljum minna nemendur framhaldsdeildar á að Pilates tímarnir hefjast 25.janúar næstkomandi og falla niður fram að þeim tíma...

10/01/10 NEMENDUR DANSA Á TÓNLEIKUM Í SALNUM

Sunnudaginn 17. janúar næstkomandi munu nemendur á fjórða stigi Listdansskóla Íslands dansa á Töfrahurðartónleikum í Salnum í Kópavogi. Þetta eru dýrin í frumskóginum sem við sáum á jólasýningu Listdansskólans núna í desember síðastliðnum.

dýrin í frumskóginum

04/01/10 TILKYNNING TIL NEMENDA Á FRAMHALDSDEILD

Eftirfarandi bréf var sent á alla nemendur framhaldsdeildar:

22/11/09 KOSSAGEIT Í HAFNARFJARÐARLEIKHÚSINU

Við minnum alla á sýninguna Kossageit sem sýnd verður í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld 22.nóvember klukkan 21.

16/11/09 NEMENDUR 7.STIGS SÝNA Í GERÐUBERGI

Guðrún, Indý, Ingileif og SigríðurSunnudaginn 15.nóvember sýndu fjórir nemendur 7.stigs Listdansskóla Íslands kínverskan dans úr Hnotubrjótnum í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholtinu.

15/11/09 GUNNHILDUR VINNUR FYRSTU VERÐLAUN Í PÍANÓKEPPNI

Gunnhildur EvaÞað hefur lengi verið vitað að nemendum Listdansskólans er margt til lista lagt og stunda margir annað nám og tómstundir meðfram námi við okkar skóla.  Gunnhildur Eva Gunnarsdóttir á fyrsta ári framhaldsdeildar klassískri braut er ein þeirra og hefur hún lagt stund á píanónám meðfram listdansnáminu.

08/11/09 NEMENDUR LISTDANSSKÓLANS KOMA FRAM VIÐ ÝMIS TÆKIFÆRI

Þessa dagana eru nemendur Listdansskólans að sýna víðsvegar um borgina.

Draugar í Salnum Kópavogi

Síðustu helgi dönsuðu nemendur af 5.stigi Draugadans eftir Guðmund Helgason við tónlist eftir Beethoven á svokölluðum "Töfrahurðartónleikum" í Salnum í Kópavogi.  Tónleikarnir voru hluti af tónleikaröðinni "Töfrahurðin" sem eru ætlaðir til að kynna börnum klassíska tónlist.  Sýningin gekk mjög vel hjá þeim og geta þeir sem misstu af tónleikunum séð dansinn þeirra á jólasýningu Grunnskóladeildar 9.desember n.k.

 

 

3ja&4ða árs nemar í Borgarleikhúsinu

Þá dönsuðu í dag nemendur á 3. og 4. ári framhaldsdeildar á Unglist-menningarhátið ungs fólks í Borgarleikhúsinu. Á sýningunni komu fram nemendur frá 10 dansskólum í borginni með allskonar mjög ólík atriði.  Okkar nemendur voru þeir einu sem höfðu samið sitt atriði sjálf önnur atriði voru samin að kennurum viðkomandi skóla.  Stelpurnar stóðu sig mjög vel og uppskáru mjög gott klapp og viðtökur frá áhorfendum.  Það er greinilegt að skapandi starf innan skólans er í miklum blóma en það sem þær sýndu í dag er hluti af stærra verki sem þær hafa verið að vinna að í Project tíma í vetur undir handleiðslu Unnar Elísabetar Gunnarsdóttur.  Verkið í heild sinni verður svo sýnt í Harfnarfjarðarleikhúsinu í lok nóvember ásamt tveimur Danssmíði verkefnum.  Fylgist með hérna varðandi upplýsingar um sýningartíma og svo framvegis.