Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

Nemendur dansa á útgáfutónleikum

Laugardaginn 2.október dönsuðu nemendur af 5. og 6. stigi á útgáfutónleikum á Karnivali Dýranna í Salnum í Kópavogi.  Undir diggri stjórn Margrétar Gísladóttur dönsuðu nemendur brot úr nemendasýningu frá því í vor og sáust svanir, gaukar og hænur sýna listir sínar.  

Myndbönd um val og undirbúning á táskóm fyrir tíma

Hérna á síðuna erum við búin að setja nokkur myndbönd um val og umhirðu/undirbúning á táskóm fyrir balletttíma. 

Hlekkinn á síðuna má finna í valmyndinni hérna hægra megin "Fróðleikur um táskó." 

23/08/2010 Listdanskólinn mættur á Youtube ....

Jæja - þá er Listdansskólinn kominn með sína eigin Youtube rás og fyrsta myndbandið komið þar inn.  Fylgist með eftir því sem fleiri myndbönd birtast þar inni :)

20/08/2010 Nýjasta útgáfa stundaskrárinnar

Með því að smella á linkinn hér fyrir neðan má nálgast nýjustu útgáfu stundaskrárinnar eins og henni var breytt í dag 20.ágúst eftir skólasetningu :)

STUNDASKRÁ

INNTÖKUPRÓF GRUNNSKÓLADEILDAR

 

Þá er inntökupróf grunnskóla afstaðið en við minnum á að hægt er að koma í prufutíma á 1. og 2. stigi. Frá 3. - 18. sept. verða prufutímar fyrir börn fædd 2000 (10 ára) á þriðjudögum kl. 16:30 - 17:30, föstudögum kl. 14:30 - 15:30 og laugardögum kl. 11:30 - 13:30.

 

Inntökupróf fyrir nýnema í grunnskóladeild (fædd 2001) verður laugardaginn 28.ágúst kl. 10:00

UPPHAF KENNSLU GRUNNSKÓLADEILDAR

Kennsla hefst í grunnskóladeild mánudaginn 23.ágúst samkvæmt stundatöflu en þær verða sendar til nemenda á rafrænu formi um miðjan mánuðinn.

SKÓLASETNING FRAMHALDSDEILDAR

Skólasetning framhaldsdeildar verður föstudaginn 20. ágúst kl. 15:00.  Boðið  verður  upp á pilates- og bodyconditioning-tíma  eftir skólasetninguna þannig að nemendur ættu að taka með sér æfingaföt.
Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 23.ágúst

Stundatafla haustannar verður send rafrænt til allra nemenda skólans upp úr miðjum ágúst.

26/07/2010 DANSANDI DRENGIR Í KASTLJÓSINU

Þeir tóku sig vel út drengirnir okkar dansandi í Kastljósinu í kvöld en einnig mátti sjá stúlkur úr hópnum Móanóra dansa með piltunum

Upptöku úr Kastljósinu má skoða HÉRNA

VINNA HAFIN VIÐ NÝJA VEFSÍÐU LISTDANSSKÓLANS

Í dag hófst vinna við nýja vefsíðu Listdansskóla Íslands en hugmyndin með nýrri síðu er að gera hana notendavænni og skilvirkari.  Stefnt er að því að ný síða verði komin í gagnið þegar nýtt skólaár hefst í ágúst 2010. Nýtt efni mun svo bætast inná síðuna smám saman í vetur.

08/06/2010 MÓANÓRA DANSTRÍÓ

Það eru ekki bara piltar úr Listdansskólanum sem ætla að skemmta borgarbúum með dansi í sumar heldur hafa 3 stúlkur í framhaldsdeildinni einnig hafið störf undir "Skapandi sumarstörf" hjá Hinu Húsinu.

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn