Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

Nemendur LÍ dansa í Salnum í Kópavogi

Sunnudaginn 27.febrúar koma nemendur Listdansskólans fram enn og aftur á Töfrahurðartónleikum í Salnum í Kópavogi en segja má að við séum orðin fastagestir á þessari tónleikaröð.  Að þessu sinni eru á dagskránni lög úr ýmsum áttum og munu nemendur okkar á 7.stigi grunnskóla dansa við "Bleika pardusinn" og "Pirates of the Caribbean" 

Æfingar á fullu fyrir SOLO-ballettkeppnina í Íslensku Óperunni

í dag laugardag verður æfing og rennsli á sólóum þeirra 20 nemenda Listdansskólans sem taka þátt í SOLO ballettkeppninni næstkomandi þriðjudag 1.mars. 

Nemendur LÍ koma fram á Lagningardögum MH

Föstudaginn 18.febrúar stóðu nemendur á framhaldsbraut Listdansskólans fyrir sýningu á svokölluðum Lagningardögum MH í Hátíðarsal skólans. 

Sýnd voru nokkur atriði frá nemendasýningum Listdansskólans á síðasta ári bæði vorsýningunni og jólasýningunni. Tókst sýningin mjög vel og var vel tekið af þeim sem á horfðu. 

Tölvugúrú safnar áheitum

 

Þegar við uppfærðum heimasíðuna okkar síðastliðið haust fékk vefstjóri mikla tæknilega ráðgjöf og hjálp hjá Jóhannesi Erlingssyni tölvugúrú.  Hann er nú á leiðinni í 7 daga göngu um Rwenzori fjöllin í mið-Afríku (Úganda) og vildum við vekja athygli á vefsíðu sem hann hefur sett upp að því tilefni.  

Þar má lesa sér til um ferðina sjálfa og fylgjast með ferðalaginu. Einnig má lesa um górillur og Dian Fossey górillusjóðinn en Jóhannes hefur ákveðið að safna áheitum til styrktar þeim sjóði til verndar górillum.  

Nýtt myndaalbúm á FLICKR síðu Listdansskólans

Nú eru komnar inn á FLICKR-ljósmyndasíðu Listdansskóla Íslands myndir frá jólasýningu grunnskóladeildar 15. desember síðastliðinn.  Myndirnar tók Valgarður Gíslason ljósmyndari og til að komast beint inní skyggnusýningu á þessum myndum smellið HÉRNA

Kennet Oberly kennir við Listdansskóla Íslands

Nú er staddur hér á landi Kennet Oberly sem starfar sem sjálfstætt starfandi kennari og danshöfundur víðsvegar um heiminn. Hann er að kenna nemendum á efstu stigum framhaldsdeildar Listdansskóla Íslands á námsskeiði í Bournonville-tækni auk þess sem hann setur upp Bournonville verk fyrir vorsýningu skólans.

 Kennet leiðbeinir Ellen og Sigríði á æfingu

Foreldrafélagið stendur fyrir bíósýningu...

 

YFIRLIT YFIR SUMARNÁMSSKEIÐ ERLENDIS 2011

Sumarnámsskeið ? ...en janúar er rétt hafinn?
...hugsar kannski einhver, en mörg þessara námsskeiða eru þannig að það þarf að senda inn umsókn mjög snemma.  

Fréttabréf Listdansskóla Íslands 2.tbl 1.árg

Út er komið annað tölublað af fréttabréfi Listdansskóla Íslands en í því er farið yfir haustönnina nýliðnu.  

Ritstjóri fréttabréfs vonar að þið njótið vel en fréttabréfið má nálgast með því að smella HÉRNA

 

Stundaskrá vorannar 2011

Þá er stundaskrá vorannar 2011 komin inná vefinn hjá okkur og má nálgast hana með því að smella  á "Stundaskrá & skóladagatal"  í dálkinum hérna hægra megin.
Stundaskráin er birt með venjulegum fyrirvara um breytingar og ætti framhaldsnemendum að hafa borist tölvupóstur með skipan í hópa.

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn