Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

Kennet Oberly kennir við Listdansskóla Íslands

Nú er staddur hér á landi Kennet Oberly sem starfar sem sjálfstætt starfandi kennari og danshöfundur víðsvegar um heiminn. Hann er að kenna nemendum á efstu stigum framhaldsdeildar Listdansskóla Íslands á námsskeiði í Bournonville-tækni auk þess sem hann setur upp Bournonville verk fyrir vorsýningu skólans.

 Kennet leiðbeinir Ellen og Sigríði á æfingu

Foreldrafélagið stendur fyrir bíósýningu...

 

YFIRLIT YFIR SUMARNÁMSSKEIÐ ERLENDIS 2011

Sumarnámsskeið ? ...en janúar er rétt hafinn?
...hugsar kannski einhver, en mörg þessara námsskeiða eru þannig að það þarf að senda inn umsókn mjög snemma.  

Fréttabréf Listdansskóla Íslands 2.tbl 1.árg

Út er komið annað tölublað af fréttabréfi Listdansskóla Íslands en í því er farið yfir haustönnina nýliðnu.  

Ritstjóri fréttabréfs vonar að þið njótið vel en fréttabréfið má nálgast með því að smella HÉRNA

 

Stundaskrá vorannar 2011

Þá er stundaskrá vorannar 2011 komin inná vefinn hjá okkur og má nálgast hana með því að smella  á "Stundaskrá & skóladagatal"  í dálkinum hérna hægra megin.
Stundaskráin er birt með venjulegum fyrirvara um breytingar og ætti framhaldsnemendum að hafa borist tölvupóstur með skipan í hópa.

Skemmtilegt hrós frá Kristínu Marju

 

Til  Listdansskóla Íslands.

Ég vil þakka fyrir góða og metnaðarfulla sýningu í gær.

Undirrituð hefur nú kannski ekki mikið vit á ballett, enda aldrei stundað neitt slíkt, en hefur þó sér til ánægju horft á ballett í óperunum í París, Kaupmannahöfn og Osló, líka séð San Fransiskóballettinn hér heima, og er svona aðeins farin að gera sér grein fyrir því sem menn kalla gæði.
 

Jólafrí í Listdansskólanum

Þá er hafið jólafrí hjá okkur í Listdansskólanum - kennarar og starfsfólk þakka nemendum og forráðamönnum fyrir samstarfið á önninni og hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.  

Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá 10.janúar 

Nemendur Listdansskólans koma fram víða

Nú hillir undir endann á þessari viðburðaríku haustönn hjá okkur í Listdansskólanum.  Jólasýning grunnskóla var haldin í Íslensku Óperunni þann 15. desember og vakti mikla lukku hjá þeim sem sáu þessa glæsilegu sýningu.

Þá hafa nemendur framhaldsdeildar heimsótt og glatt gamla fólkið með dansi sínum á  Hjúkrunarheimilinu Eir og elliheimilinu Grund.  Þetta eru mikið til sömu nemendur og dansa núna um helgina á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands.  

Jólasýning Grunnskóladeildar

 

Miðasala í Íslensku óperunni, frá 11.– 15.des.

 

Miðasalan er opin alla daga frá kl. 14-18, en svarað er í síma 511-4200 kl. 10-18 alla virka daga og kl. 14-18 um helgar.

Miðaverð  1500 kr.  

Tveir fyrir einn  gegn framvísun danskortsins.  Frítt fyrir 12 ára og yngri.

NÚMERUÐ SÆTI

Jólasýning framhaldsdeildar Listdansskóla Íslands

Þá er nýafstaðin jólasýning framhaldsdeildar Listdansskólans og tókst hún einstaklega vel.  Sýnt var tvisvar sinnum í Íslensku Óperunni klukkan 18 og 20 þann 30.nóvember. Á efnisskránni voru atriði úr Hnotbrjótnum bæði gömlu góðu klassísku útgáfurnar sem og nútímaútgáfur.  

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn