Nemendur dansa á Safnanótt 10.febrúar
Það verður margt á döfinni á Safnanótt föstudaginn 10.febrúar næstkomandi og meðal annars munu nemendur úr Listdansskóla Íslands dansa vélaballett á lóð Gerðarsafns í Kópavogi.
Fimm nemendur úr framhaldsdeild: Bryndís Snæfríður Gunnarsdóttir, Kolbeinn Ingi Björnsson, Sigríður Ólöf Valdimarsdóttir, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir og Tryggvi Geir Torfason fremja magnaðan, frumsamin dansgjörning. Dansandi gröfur eru sterkir mótdansarar í verkinu.
Sýningin hefst klukkan 20:00 á lóð Gerðarsafns í Kópavogi