Nanna Ólafsdóttir, kennari

(Aðalheiður) Nanna Ólafsdóttir stundaði nám við Listdansskóla Þjóðleikhússins frá níu ára aldri uns hún hélt til London 1965 til náms í Royal Ballet School. Þá var hún tvö ár við ballettakademíuna í Leningrad og lauk þaðan prófi. Nanna var einn af stofnendum Íslenska dansflokksins og listdansstjóri hans á árunum 1980-87. Meðal dansverka hennar má nefna Largo y Largo, Dafnis og Klói, Tíminn og vatnið, Féhirsla vors herra, Ögurstund, Turangalia og barnaverkið Auðunn og Ísbjörninn sem frumsýnt var á Listahátíð árið 2000.
Nanna dansaði einnig með erlendum dansflokkum auk þess íslenska sem og hefur hún kennt hér við Listdansskóla Íslands í mörg ár með hléum.

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn