Jólasýning grunnskóladeildar 12.12.12 í Gamla Bíó
Jólasýning grunndeildar verður haldin 12.desember kl 18 & 20 í Gamla Bíó - Leikhús
Jólasýning grunndeildar Listdansskóla Íslands er árviss viðburður og er efnisskráin fjölbreytt að vanda. Á sýningunni dansa nemendur verk jafnt eftir kennara skólans sem virta danshöfunda og virkilega gaman að sjá nemendurna kljást við ólík verk og dansstíla. Allir eru velkomnir á sýninguna þar sem við dönsum inn jólin.
Miðasala er hafin á midi.is
Athugið að velja réttan tíma á sýningu (18 eða 20) - þeir sem ekki eru með greiðslukort geta keypt miða í miðasölu Gamla Bíós frá kl 16 á sýningardag.