Hildur Ólafsdóttir, fagstjóri nútímabrautar

Hildur Ólafsdóttir er fædd 10. febrúar 1988 og uppalin í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi vorið 2008 frá Menntaskólanum í Reykjavík af fornmálabraut. Frá 1997 til jóla 2007 var hún nemandi í Listdansskóla Íslands. Á þeim tíma dansaði hún í öllum skólasýningum og á Kristnitökuhátíð árið 2000 í verki eftir Auði Bjarnadóttur og haust sama ár í verki eftir Láru Stefánsdóttur sem sýnt var á Vindhátíð. Hildur hóf nám í framhaldsdeild skólans 2004 á klassískri braut og útskrifaðist í desember 2007. Á þeim tíma fór hún fyrir hönd skólans í Stora Daldansen í Mora, Svíþjóð. Hún dansaði vorið 2007 í verki eftir Elli Laukkanen við opnun tónlistarhúss í Turku, Finnlandi, sem var hluti af samvinnuverkefni LÍ og listaháskólans í Turku, Taideakatemia. Hildur hóf nám við The Ailey School haustið 2008. Hún útskrifaðist 19. maí 2011 með Certificate í dansi. Hildur tók þátt í tveimur sýningum innan skólans þar sem nemendur fá tækifæri til að kynna verk sín í leikhúsinu i skólanum. Á seinasta ári Certificate námsins var hún í The Ailey School Student Performance Group sem er nemendadansflokkur á vegum skólans sem ferðast um New York og New Jersey og sýnir. 
Hildur er fagstjóri nútímadansbrautar.
hildur(at)listdans.is 

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn