Guðbjörg Arnardóttir, kennari

Guðbjörg lærði ballett við Listdansskóla Þjóðleikshússins (nú Listdansskóla Íslands). Hún lauk danskennaranámi frá Danshögskolan í Stokkhólmi og sérhæfði sig í barnadönsum, ballett og nútímadansi. Hún hefur kennt við ýmsar dansstofnanir í Svíþjóð og á Íslandi.
Guðbjörg lauk grunnskólakennaramenntun við Kennaraháskóla Íslands vorið 2001 og haustið 2003 lauk hún prófi frá sama skóla í menntun tvítyngdra barna. Guðbjörg sérhæfði sig í kennslu barnajóga og kennir við ýmsar stofnanir. Hún sat í stjórn FÍLD (félags íslenskra listdansara)í nokkur ár og situr í stjórn Dansfræðifélag Íslands.
Gubjörg gaf út bókina Dansgleði, dansar fyrir alla fjölskylduna s.s. diskó, jive, salsa, hip hop, djass, barnadansar o.fl. og eru dansarnir kenndir á vefnum dansgledi.is

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn