Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

Grunndeild hafin á ný

Í dag bjóðum við grunndeild Listdansskóla Íslands velkomna aftur eftir sumarfrí. Við hlökkum til að sjá gamla nemendur á ný og eins að taka á móti nýjum dansnemum sem teknir voru inní skólann að loknum inntökuprófum í vor. 

Um leið tilkynnum við að Þuríður Ingólfsdóttir sem verið hefur ritari skólans frá 2006 hefur látið af störfum og þökkum við henni kærlega fyrir samfylgdina í gegnum árin. 

Í kjölfar þess hefur verið ráðinn nýr starfskraftur á skrifstofu skólans og starf ritara útvíkkað. Nú færist allt bókhald, rukkun skólagjalda og þessháttar frá skrifstofu LHÍ og yfir til okkar á Engjateiginn sem vonandi einfaldar til muna alla þá vinnu hjá okkur. 


Við bjóðum Önnu Biering velkomna til starfa fyrir Listdansskólann en hún er mjög kunnug rekstri skólans okkar þar sem hún starfaði áður á skrifstofu LHI og sá meðal annars um ýmislegt sem varðar Listdansskólann. Það mun taka einhvern smá tíma að klára þessa yfirfærslu og biðjum við nemendur og foreldra um að hafa þolinmæði meðan á því stendur. Við gerum okkar besta til að leysa öll mál fljótt og örugglega. 

Bestu kveðjur,
Skólastjóri

 

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn