Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

Frábær árangur nemenda Listdansskólans í SOLO-keppninni

 

Þriðjudaginn 1. mars stóð Félag íslenskra listdansara (Fíld) fyrir íslenskri undankeppni fyrir Stora Daldansen sem er norræn/baltnesk sólóballettkeppni haldin árlega í Svíþjóð.
Sigurvegarar keppninnar að þessu sinni voru Ellen Margrét Bæhrenz 1.sæti, Karl Friðrik Hjaltason 2.sæti og Gunnhildur Eva G. Gunnarsdóttir 3.sæti en þau eru öll nemendur við Listdansskóla Íslands.  Ellen dansaði sóló úr ballettinum Don Quixote, Karl Friðrik einnig sóló úr Don Quixote og Gunnhildur Eva dansaði sóló úr Le Corsaire. 

Frá vinstri: Gunnhildur, Ellen, Karl

Þessi þrjú fara svo til Falun í Svíþjóð í vor og keppa fyrir Íslands hönd í Stora Daldansen en þess má geta að bæði Karl Friðrik og Ellen tóku þátt í þeirri keppni í fyrra og gerði Ellen sér lítið fyrir og náði 3ja sæti í keppninni úti. Það verður spennandi að sjá hvernig gengur hjá þeim öllum núna.
Í fjórða og fimmta sæti SOLO-keppninnar urðu svo þær Þórey Birgisdóttir og Anna Kristín Gunnarsdóttir.

Að þessu sinni tóku þátt 26 keppendur á aldrinum 15-20 ára, en þeir komu frá þremur skólum, Ballettskóla Guðbjargar Björgvinsdóttur, Klassíska Listdansskólanum og Listdansskóla Íslands. SOLO-keppnin var haldin í Íslensku Óperunni og  að baki liggur mikil vinna við þrotlausar æfingar síðustu vikur og mánuði. Það þarf að finna rétta sólóinn sem passar viðkomandi dansara og svo fínpússa allar hreyfingar, túlkun og tónlist, finna réttan búning sem passar hlutverkinu og svo framvegis.

Allir keppendur fengu viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna og sigurvegararnir verðlaunagripi, ásamt 40 þúsund króna ferðastyrk úr minningarsjóði Svandísar Þulu Ásgeirsdóttur en sjóðurinn var stofnaður 2. desember 2008 þegar tvö ár voru liðin frá því Svandís lést í bílslysi aðeins 5 ára gömul. Með minningarsjóðnum vill fjölskylda Svandísar Þulu þakka samfélaginu fyrir þann stuðning sem þau fundu fyrir eftir slysið. Minningarsjóðurinn styrkir meðal annars unga ballettdansara en Svandís Þula hafði stundað ballettnám í Ballettskóla Eddu Scheving í rúm tvö ár áður en hún lést.

Með keppninni vill Félag íslenskra listdansara skora á íslenska listdansnema og ýta undir áhuga á klassískum ballett. Þátttökurétt í undankeppnina hafa listdansnemar í öllum listdansskólum innan Félags íslenskra listdansara en auglýst var eftir þátttakendum í desember síðastliðnum. 

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn