Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

Fjórir nemendur Listdansskólans taka þátt í ballettsólókeppninni Stora Daldansen

Dagana 20.-22. mars er haldin Norræn- /Eystrasalts-ballettsólókeppni í Falun í Svíþjóð þar sem saman koma bestu nemendur þessara landa til að keppa í ballett.

Ísland hefur sent nemendur í þessa keppni um árabil og best náð þriðja sæti þegar Ellen Margrét Bæhrenz tók þátt árið 2010. Í ár eru keppendur 36 og þar á meðal nemendur sem hafa náð miklum árangri í keppnum sem þessum.

Fulltrúar Íslands voru valdir í undankeppni á vegum Félags íslenskra listdansara sem haldin var 9. febrúar síðastliðinn. Þær eru Birta Thorarensen, Helga Kristín Ingólfsdóttir, Kristín Marja Ómarsdóttir og Sara Þrastardóttir allar nemendur við Listdansskóla Íslands. Síðustu árin hafa þrír fulltrúar verið sendir í keppnina en þar sem mjög mjótt var á milli þriðja og fjórða sætis að þessu sinni var ákveðið bæta við einum keppanda eftir hvatningu dómnefndar.

Keppendurnir okkar frá vinstri: Birta, Sara, Kristín Marja og Helga Kristín.

Þátttaka í þessari keppni gefur nemendum færi á að bera sig saman við þá bestu á norðurlöndum og Eystrasaltslöndunum og sama hvernig fer þá taka þær með sér heim verðmæta reynslu sem mun vafalaust nýtast þeim í framtíðinni.

Heimasíða Stora Daldansen: www.storadaldansen.se

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn