Unnur Elísabet Gunnarsdóttir

Unnur útskrifaðist sem ballettdansari og student frá Konunglega sænska ballettskólanum í Stokkhólmi árið 2003. Á loka ári sínu tók hún þátt í Sænsku landskeppninni fyrir unga dansara og varð í 2. sæti. Unnur dansaði með Íslenska dansflokknum á árunum 2003 – 2005 og tók þátt í fjölda uppfærslna .s.s Screensaver, Chicago, Lúnu og Match. Árið 2003 tók hún þátt í fjölda sýninga með Ballet des Jeunes d´Europe í Frakklandi og samdi og sýndi dans fyrir Polar Music Prize hátíðina. Frá 2005 til 2006 var Unnur danskennari í Ballettskóla Guðbjargar Björgvins og var með sumardansnámskeið ásamt Riinu Turunen í skólanum sumarið 2006 og sama ár kennari við söng og leiklistarskólan Sönglist í Borgarleikhúsinu og kennari við Listdansskóla Íslands frá hausti sama ár.

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn