Sveinbjörg Þórhallsdóttir

Sveinbjörg útskrifaðist sem dansari frá Alvin Ailey A.D.C NY., árið 1995. Síðan þá hefur hún starfað sem atvinnudansari, danshöfundur og listdanskennari og þá aðallega við Listdansskóla Íslands. Hún hefur dansað í fjölda dansuppfærslna og söngleikja í gegnum árin. Hún hefur unnið mikið sem danshöfundur í atvinnuleikhúsum borgarinnar og má nefna verk eins og Bugsy Malone, Edith Piaf, Öxin og Jörðin og svo mætti lengi telja. Dansverk eftir hana eru fjölmörg en nefna má verkin Rokstelpan. Hver ertu Stúlkukind? Og Rauðar Liljur. Sveinbjörg stofnaði Panic Production ásamt samstarfsmanni sínum Margréti Söru Guðjónsdóttur árið 2005 sem sérhæfir sig í að skapa dansleikhúsverk í samstarfi við erlenda listamenn úr ýmsum geirum. Síðasta verk Þeirra No he was white hlaut frábæra dóma og hefur verið sýnt víða um evrópu. Sveinbjörg er ein af stofnendum Nútímadanshátíðar Reykjavíkur. Sveinbjörg hefur sest á skólabekk aftur og nemur núna nám í mastersfræðum í kóreografíu í Hollandi og lýkur því vorið 2007. Sveinbjörg er fagstjóri Nútímadeildar Listdansskóla Íslands.

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn