Steinunn Ketilsdóttir

Steinunn lauk BSc. prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2002. Þá hélt hún til New York og útskrifaðist vorið 2005 frá Hunter College með BA próf í dansi. Lokaverkefni hennar úr skólanum, Lovestory, var sýnt á Reykjavík Dance Festival 2005. Verk hennar, KONA, var sýnt í Dance Theater Workshop í NY á vegum Movement Research 2006 og verk hennar, Elsku bróðir, hlaut þriðju verðlaun í Dansleikhús/samkeppni LR og ÍD sem haldin var í júní 2006. Steinunn flutti sólóverkið sóló sóló á sýningu í New York í nóvember 2006 og var í kjölfar þess boðið að taka þátt í sýningu í leikhúsinu Dixon Place í apríl 2007. Steinunn hóf störf við Listdansskóla Íslands haustið 2006 og kennir nútímadans og spuna. Hún vinnur auk þess sjálfstætt að öðrum verkefnum. Steinunn er annar aðstandenda 108 Prototype sem er ný mánaðarleg sýningarröð fyrir listaverk í vinnslu og einn skipuleggjanda Reykjavík Dance Festival sem fer fram í september 2007.

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn