Sesselja G. Magnúsdóttir

Sesselja lauk BA-Honours námi í dansi frá Deakin University í Melbourne 1998. BS-prófi í íþróttafræðum og dansi frá Kaupmannahafnarháskóla 1997. BA-prófi í sagnfræði frá HÍ 1993. Sesselja hefur tekið þátt í fjölda dansnámskeiða, bæði erlendis og hér á landi. Hún hefur tekið að sér ýmis félagsstörf s.s. verið fulltrúi Íslands í stjórn NOFOD (Nordisk forum for dansforskning) og ritari í stjórn Íslenska dansfræðafélagsins. Það hafa birst greinar eftir hana í tímariti Máls og menningar, dansgagnrýnir í DV og greinar í íslenskum og erlendum ráðstefnuritum. Sesselja hefur kennt listdanssögu við listdansskólann.

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn