Nýtt merki og ný vefsíða
Nú er komin í loftið ný og glæsileg vefsíða fyrir Listdansskólann.Síðasta haust tók við ný stjórn Listdansskólans og í framhaldi af því var ákveðið að hressa upp á ímynd skólans og búa til nýtt merki og útlit fyrir skólann. Þó að nýja merkið sé nú þegar komið upp og hefur verið hér á for-síðunni okkar í einhvern tíma má segja að við séum að frumsýna það hér og nú ásamt nýrri vefsíðu.Við erum búin að setja töluvert af efni inn á síðuna og erum enn að bæta við. Allar ábendingar eru vel þegnar og má senda þær á listdans@listdans.is.Við óskum nemendum, starfsfólki og öllum öðrum gleðilegra páska og sjáumst hress og kát eftir páskafrí.