Lauren Hauser

Lauren útskrifaðist úr School of American Ballet, N.Y.C., N.Y. 1975. Hún var dansari hjá New York City Ballet frá 1975-1993. Frá 1986 var hún sólódansari dansflokksins og ferðaðist vítt og breitt sem gestadansari. Lauren var aðalþjálfari og ballettmeistari Íslenska dansflokksins frá 1993-2004. Á sama tímabili tók hún að sér kennslu við ýmsa skóla hér á landi, á norðurlöndum og í U.S.A. Árið 1992 tók Lauren að sér, ásamt félögum í New York City Ballet, hlutverk í kvikmyndinni HNETUBRJÓTURINN. Hún tók einnig að sér hlutverk í fjórtan þátta lista- og menningar sjónvarpsþáttum, ,,Dance in America” sem sýndir voru á PBS. Lauren er með BA próf í enskri bókmenntafræði frá Fordham háskóla, N.Y.C. 1995 og BA próf í Íslensku fyrir erlenda stúdenta frá HÍ 2006.

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn