Kara Elvarsdóttir

Kara Elvarsdóttir er fædd 1991 og uppalin í Garðabæ. Hún hóf nám við Listdansskóla Íslands haustið 1999 og útskrifaðist jólin 2010 af klassískri braut. Á þeim tíma tók hún þátt í öllum nemendasýningum skólans auk þess að keppa í undankepni Stora Daldansen öll árin í framhaldsdeild. Hefur m.a. sótt námskeið í klassískum ballett og nútímadansi í Búdapest og Kuopio í Finnlandi. Útskrifaðist af nýmálabraut Menntaskólans í Reykjavík vorið 2011.

Kara hefur einnig setið í stjórn Spiral dansflokksins og dansað með flokknum auk þess að setja upp og sýna verkið "{ }" ásamt Langholtsdætrum.
Kara stundar nú nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands.

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn