Ingibjörg Björnsdóttir

Störf: Dansari við Þjóðleikhúsið frá 1956 -1960 og aftur frá 1964 -1985. Dansað í ýmsum sjónvarpsþáttum, einnig með Íslenska dansflokknum í mörgum sýningum. Tók þátt í sýningarferðum bæði hér á landi og erlendis. Listdanskennari við Listdansskóla Þjóðleikhússins frá 1965 og skólastjóri við sama skóla frá 1985. Árið 1991 var Listdansskóli Þjóðleikhússins lagður niður og Listdansskóli Íslands, sem heyrði beint undir Menntamálaráðuneytið, stofnaður. Skólastjóri og kennari við þann skóla til ársins 1997. Stjórnaði nemendasýningum og samdi flesta dansa fyrir þær í 25 ár. Kenndi námskeiðið „Dans og dansmenning. Frá hoppi til hip-hops“ við Þjóðfræðiskor Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands haustið 2007. Stundakennari við Listdansskóla Íslands frá hausti 2007. Danshöfundur í Þjóðleikhúsinu á kennsluárunum þar, einnig samið dans fyrir Leikfélag Reykjavíkur og Sjónvarp. Samdi nokkur listdansverk fyrir Íslenska dansflokkinn. Kennt og sviðsett töluvert af endurreisnar- og barokkdönsum með tónlistarmönnum og tónlistarhópum. Einnig skrifað gagnrýni fyrir Morgunblaðið og útvarp. Greinar um dans fyrir Morgunblaðið, í Sagnir og tvær greinar um íslenskan dans í bókina Dans i Norden sem var gefin út í Oslo 2007. Félagsstörf: Í stjórn Félags íslenskra listdansara frá 1963- 90, formaður 1966-1970. Í stjórn Bandalags íslenskra listamanna 1964-1970. Í stjórn Leiklistarsambands Íslands 1988-1998. Í stjórn Norræna leiklistar- og danssambandsins sem síðar fékk nafnið Teater og dans i Norden, 1989-1996. Formaður Íslenska dansfræðafélagsins frá 2000 og stjórnarmaður í Norrænu dansfræðasamtökunum, Nordisk forum for dansforskning, 2002-2008. Í stjórn Leikminjasafns Íslands frá stofnun 2003 og í stjórn Víkurinnar, sjóminjasafns frá 2008. Formaður stjórnar Íslenska dansflokksins 2009.

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn