Helena M. Jóhannsdóttir, fagstjóri grunndeildar

Helena nam við Listdansskóla Þjóðleikhússins þá undir stjórn Ingibjargar Björnsdóttur. Hún hefur einnig sótt mörg námskeið s.s. við School of American Ballet í New York sem þykir með virtari ballettskólum heims. Helena hlaut viðurkenningu úr styrktarstjóði Félags íslenska listdansara sem var ætlaður efnilegum listdansnemum. Helena hóf ung að árum dansferil sinn við Íslenska dansflokkinn eða 1981. Þar starfaði hún nánast samfellt til 1994 í hópi frumkvöðla sem ruddu braut atvinnumennsku í listdansi á Íslandi. Voru verkefnin vægast sagt fjölbreytt, allt frá háklassískum verkum undir stjórn Antons Dolins til nútímalegri dansverka s.s. eftir Per Jonson. Íslensk danssmíð var í mótun á þessum árum og dansaði Helena aðalhlutverk í fyrsta íslenska heil-kvöldsballettinum, Dafnis og Klóa eftir Nönnu Ólafsdóttur. Hún tók einnig þátt í ýmsum óperum og leikritum s.s. Silkitrommunni eftir Atla Heimi Sveinsson og kirkjuleikritinu um Kaj Munk eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur. Helena mótaðist því einnig af margbreytilegri flóru leikhúslistamanna. Að loknum dansferlinum hóf Helena nám við Kennaraháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1997 með B.ed í kennslufræðum. Hún var umsjónarkennari í Langholtsskóla frá 1997-2004 og hefur einnig starfað sem listdanskennari við Listdansskóla Íslands frá 1997. Hún er nú fagstjóri grunnskóladeildar Listdansskóla Íslands.
helena(at)listdans.is 

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn