Gunnlaugur Egilsson

Gunnlaugur lærði dans við Listdansskóla Þjóðleikhússins sem síðar varð Listdansskóli Íslands, Svenska Balettskolan og National Ballet School of Canada. Hann hefur starfað við Ballet des Jeunes d'Europe í Frakklandi, Ballet du Grand Theatre du Geneve í Sviss og Kungliga Svenska Baletten í Svíþjóð þar sem hann er í leyfi frá föstum samningi um þessar mundir. Í gegnum ferilinn hefur hann starfað með nokkrum af helstu danshöfundum Evrópu, svo sem MAts Ek, Jirí Kylian, John Neumeier og Nacho Duhato sem og dansað fjölda sóló hlutverka í bæði nútíma sem og klassískum ballettum. Árið 2003 byrjaði hann að semja sín fyrstu dansverk og hann hefur samið yfir tugi verka meðal annars fyrir danssmiðjur Konunglega sænska ballettsins og Óperunar, Cullberg Ballettsins, sem og minni verk fyrir Orion Teatern, Dramaten og Íslenska dansflokksinn. Hann hefur einnig samið stærri verk fyrir Konunglega Sænska ballettinn og Íslenska dansflokkinn. Hann hefur hlotið fjölda styrkja og viðurkenninga frá Íslandi, Svíþjóð, Danmörku og Kanada.

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn