Guðrún Óskarsdóttir

Guðrún Óskarsdóttir útskrifaðist frá framhaldsdeild Listdansskóla Íslands, klassískri braut, vorið 2003 og lauk diploma frá Kungliga Svenska Ballettskolan í Stokkhólmi vorið 2004, auk stúdentsprófs frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún hefur sótt námskeið í Englandi,Danmörku, Austurríki, Frakklandi og á Spáni og var í starfsþjálfun hjá Dansk danseteater í Kaupmannahöfn á vorönn 2007, auk þess að sækja tíma hjá Dansens Hus og Skolen for Moderne Dans. Guðrún dansaði með Íslenska dansflokknum 2004 – 2006, m.a. í verkunum, Screensaver, Súrt og sætt, Open Source, Wonderland, Játningum minnisleysingjans og Carmen. Hún tók einnig þátt í verkefnum hjá DANSleikhúsinu, Norrænum Músikdögum, Reykjavík Dance Festival, 25 tímum dansleikhússamkeppninni og himherandit.productions. Hún tók þátt í Danssmiðju Id 2008, ,,í eina sæng”, þar semverkin Tímarúm og Special Treatment voru sýnd. Sumarið 2007 stóð hún fyrir sýningum í Reykjavík og Stokkhólmi með danshópnum Samyrkjum, í samstarfi við Hitt húsið. Sama ár stofnaði hún ásamt tveimur öðrum atvinnudönsurum dansflokkinn Darí Darí Dance Company. Þær sömdu og sýndu verkið Hoppala í Norræna húsinu og á danshátíð í Barcelona, 25th Marató del’Espectacle, vorið 2008. Guðrún hefur kennt klassískan ballett við Ballettskóla Guðbjargar Björgvins og hjá Danslistarskóla JSB auk þess sem hún er í stjórn Fíld, Félagi íslenskra listdansara.

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn