Brad Sykes

Brad fæddist í Ottawa í Kanada og byrjaði þar dansnám sitt 15 ára gamall í listamenntaskóla. Hann fór þaðan til Winnipeg tveimur árum seinna og hóf faglegt nám í klassískum ballet og dansi við hinn virta Canada's Royal Winnipeg Ballet School ( Skólinn fyrir Konunglega kanadíska balletflokkinn í Winnipeg ). Hann útskrifaðist með sóma fjórum árum seinna. Sem nemi dansaði hann í mörgum sýningum flokksins RWBs og hélt svo áfram sem atvinnudansari víða um Kanada hjá Les Grands Ballets Canadiens í Montreal, Banff Centre Festival Dance Company í Alberta og með danshöfundinum Michael Trent í Toronto. Hann flutti svo til Íslands árið 2005 og hefur dansað með Íslenska Dansflokknum, Láru Stefánsdóttur og Ólöfu Ingólfsdóttur. Einnig var hann dansari í söngleiknum 'Footloose' með 3 Sagas sumarið 2006 þar sem hann þóttist syngja. Hann kom til starfa hjá Listdansskóla Íslands haustið 2009 og er einnig í ensku- og frönsku námi við Háskóla Íslands.

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn