Birgitte Heide, fagstjóri klassískrar brautar

Birgitte nam við Listdansskóla Þjóðleikhússins frá 1969-1976. Hún hóf störf sem dansari hjá Íslenska dansflokknum í sept. 1976. Í febrúar 1977 var hún fastráðin við flokkinn og starfaði þar óslitið til ársloka 1999. Birgitte tókst þar á við flesta þá strauma og stefnur sem dansflokkurinn fékkst við í rúma tvo áratugi og vann þar með fjölda listamanna, ballettmeisturum, gestakennurum, danshöfundum, dönsurum, leikurum og leikstjórum. Verkefnin voru fjölmörg og fjölbreytt og dansaði Birgitte bæði í klassískum verkum eins og Giselle, Paquita, Öskubusku, Svanavatninu, Les Sylphides, La Sylphide, Þyrnirósu, Hnetubrjótnum, Coppelíu ofl., og svo hinsvegar í nútímadansverkum eftir t.d. Rui Horta, Jochen Ulrich, Jorma Uotinen, Birgit Culberg, Ed Wuppe, Nönnu Ólafsdóttur, Hlíf Svavarsdóttur ofl. Einnig tók hún tók þátt í óperum, söngleikjum og leikritum. Að loknum dansferlinum fór Birgitte í framhaldsnám á háskólastigi í ballettkennslufræði hjá dansdeild á vegum International Theater Institute (ITI, Unesco) í Austurríki og var námið leitt af Prof. Dr. Karol Tóth frá GITIS háskólanum í Moskvu. Hún lauk ballettkennaraprófi árið 2004. Birgitte var kennari m. hléum við Listdansskóla Þjóðleikhússins/Íslands frá 1981-1999, fastráðinn kennari frá 1999 og deildarstjóri v. klassíska braut í framhaldsdeild frá 2001-2006. Hún hefur setið í stjórn Félags ísl.listdansara og verið fulltrúi þess félags í Leiklistarráði og Leiklistarsambandi Íslands. Birgitte starfar nú sem kennari og fagstjóri við Listdansskóla Íslands.
birgitte(at)listdans.is 

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn