Ásdís Magnúsdóttir

Ásdís MagnúsdóttirÁsdís Magnúsdóttir var fjögur ár í Listdansskóla Þjóðleikhússins og tvö sumur í skólum í New York hjá Harkness Ballet og American Ballet Theater. Hún gekk til liðs við Íslenska dansflokkinn nokkrum mánuðum eftir stofnun hans og starfaði í honum til vors 1993 eða í 19 ár. Ásamt því að dansa í sýningum Íslenska dansflokksins tók hún þátt í flestum uppfærslum Þjóðleikhússins á söngleikjum, óperum og óperettum á þessum tíma. Helstu hlutverk Ásdísar eru tiltilhlutverkin í Giselle, Fröken Júlíu, Öskubusku, Tófuskinninu, Adam og Evu, ásamt Fanny Cerrito í Pas de Quatre, auk hlutverka í Hnotubrjótnum og verkum íslenskra og erlendra danshöfunda. Mótdansarar Ásdísar voru m.a. Helgi Tómasson, Niklas Ek, Per Arthur Segerström, Jean-Yves Lormeau, Hany Hadaya og Örn Guðmundsson. Ásdís hefur einnig dansað í sjónvarpsþáttum og samið dansverk fyrir sjónvarp og leikhús. Hún tók þátt í List um landið og Menntastefnu Færeyja ásamt því að fara í sýningarferðir með Íslenska dansflokknum til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs. Ásdís dansaði á þremur galasýningum í Hollandi á afmæli Tans forum dansflokksins og tók þátt í Listdanskeppni í Bolshoi í Moskvu. Þar gafst henni einstakt tækifæri til að vera hálfan mánuð í tímum hjá Bolshoi ballettinum. Ásdís kenndi við Listdansskóla Þjóðleikhússins í 7 ár, var aðstoðarmaður og æfingastjóri við nokkrar uppsetningar Íslenska dansflokksins og Þjóleikhússins. Þá sat Ásdís í Listahátíðarnefnd í þrjú ár skipuð af menntamálaráðherra, í stjórn Félags íslenskra leikara í sex ár og sem fulltrúi þeirra í Bandalagi íslenskra listamanna í eitt ár. 
Ásdís er með BA próf í guðfræði frá Háskóla Íslands, próf í kennslufræði listgreina frá Listaháskóla Íslands og er í MA námi í trúarbragðafræði.
Hún  starfar sem verkefnisstjóri og skjalastjóri á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn