Brogan Davison, kennari

Brogan Davison (1987) er danshöfundur, dansari, sviðslistamaður og kennari frá Bretlandi. Brogan útskrifaðist árið 2010 með BA Hons gráðu í Dansleikhúsi frá LABAN í London og hefur frá útskrift unnið á ýmsum sviðum leikhúss og dans.
Brogan er annar stofnanda leikhópsins Dance For Me sem hún stjórnar ásamt leikaranum og leikstjóranum Pétri Ármannssyni. Frá 2013 hefur leikhópurinn ferðast víða um Ísland, sýnt verk á Lókal leiklistarhátíðinni og Reykjavik Dance Festival ásamt því að sýna í Kanada, Þýskalandi, Finnlandi, Danmörku, Noregi og Bretlandi meðal annars í leikhúsunum Mousonturm í Frankfurt, BIT Teatergarasjen í Bergen, Tampere Theatre Festival í Finnlandi og núna (now) hátíðinni í Kanada. Dance For Me er hluti af N.O.W. sem er evrópskt tengslanet ætlað til rannsókna og þróunar fyrir sviðslistir. Sýningin Dance for me var tilnefnd sem “Danssýning ársins” og vann lesendaverðlaun DV þegar menningarverðlaun DV voru veitt árið 2013. Brogan var seinna tilnefnd sem danshöfundur ársins og Brogan og Pétur sem sprotar ársins fyrir sama verk, Dance for me á Grímunni íslensku leiklistarverðlaununum árið 2014.
Brogan hefur stýrt dans og leiklistarnámsskeiðum víða á Íslandi og unnið sem danskennari á Íslandi frá 2010 við skóla eins og Listdansskóla Íslands, Kramhúsið, Ballettskóla Guðbjargar Björgvins og Listaháskóla Íslands.

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn