Berglind Rafnsdóttir, kennari

Berglind hóf sinn dansferil 17 ára gömul í JSB árið 2005, þaðan lá leiðin til Oslo árið 2010 þar sem hún útskrifaðist með BA gráðu frá National Academy of Dance Arts í Oslo sem Nútíma og Samtímadansari árið 2013.
Árið 2014 vann Berglind með Íslenska Dansflokknum í tveimur verkefnum; Bersekir og Grosstadsstasafir. Seinna sama ár vann hún í verkinu “Vivid” sem var samið var af Unni Elísabetu. Einnig hefur Berglind unnið mikið með sjálfstæðum danshöfundum erlendis og má þar helst nefna verkið Me Too sem er samið af Kristin Ryg Helgebostad og er verkið enn í sýningu víðsvegar í Evrópu.
Berglind hefur einnig dansað í tónlistar-myndböndum og stuttmyndum. Samhliða dansferlinum hefur Berglind sótt workshop á borð við Gaga Intensive, festivalið Impulstanz í “flying low tækni” ofl.
Berglind hóf að kenna við Listdansskóla Íslands haustið 2015.

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn