August 2017
Upphaf haustannar og stundaskrá
Þá er fyrsta útgáfa af stundaskránni okkar komin inná vefinn og má nálgast hana í dálknum hér til hægri. Hún er sett inn með venjulegum fyrirvara um breytingar ef við rekum okkur á eitthvað sem þarf að laga.
Skólasetning framhaldsdeildar verður miðvikudaginn 16. ágúst klukkan 17 og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 17. ágúst.