Æfingaplön fyrir vorsýningu Listdansskólans 2014
Hér má nálgast æfingaplön dagana fram að vorsýningu sem verður í Borgarleikhúsinu þriðjudaginn 15. apríl klukkan 17 og klukkan 20.
Við höfum sett upp eitt plan fyrir hverja deild, grunndeild, nútímadeild og klassíska deild. 7.stig athugar einnig plan klassísku deildarinnar uppá Serenade æfingar. Aðra daga eru æfingar samkvæmt stundaskrá. Við biðjum alla um að mæta nú vel á þessar æfingar svo sýningin verði sem glæsilegust og allir komi sem best út. Ef þið af einhverjum ástæðum ekki komist á einhverjar æfinganna þá vinsamlegast látið viðkomandi kennara vita svo við séum ekki að undrast um ykkur.
Þessi plön eru með venjulegum fyrirvara um breytingar.
ATHUGIÐ SÉRSTAKLEGA BREYTTAR TÍMASETNINGAR Á UPPHITUN ÞRIÐJUDAGINN 15. APRÍL
Smellið hér: Æfingaplan grunndeildar
Smellið hér: Æfingaplan klassískrar deildar
Smellið hér: Æfingaplan nútímadeildar
Kennsla hefst svo aftur eftir páskafrí föstudaginn 25. apríl :)