Hafðu samband

Listdansskóli Íslands 
Engjateig 1, 105 RVK 
 S: 588 9188 
listdans@listdans.is

Opnunartími skrifstofu
virka daga frá 9-16 

SENDA FYRIRSPURN 

 

 

Fundargerð fyrsta fundar

 

Miðvikudagur 22. september 2010 kl 17:30

 

Fyrsti fundur í stjórn endurvakins foreldrafélags Listdansskóla Íslands.

 

Mættar voru ásamt Láru Stefánsdóttur skólastjóra:

Inga Birna Ragnarsdóttir, Ástríður Vigdís Traustadóttir, Guðrún  Edda Þórhannesdóttir , Ástríður Ingólfsdóttir, Sigrún Gunnarsdóttir,Þuríður Jónsdóttir og Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir og Jóhanna Gustavsdóttir Gustavsdóttir.

 

 

Gestur fundarins sem var frekar óformlegur var Sigurður Ingvarsson fyrrverandi formaður foreldrafélagsins. Hann kynnti fyrri starfsemi og kom færandi hendi með eldri fundargerðir og ýmsa pappíra og fór í gegnum sögu foreldrafélagsins.

Málin voru síðan rædd fram og tilbaka.

Helst bar á góma hvert hlutverk foreldrafélags væri. Á foreldrafélagið að vera framkvæmdaaðili í t.d fjáröflunarmálum fyrir skólann eða huga meira að innra starfi í skólanum.

Kastað var fram ýmsum hugmyndum um hugsanleg verkefni.

Lára lagði áherslu á að gott væri að efla félagstengslin innan skólans og milli nemenda. Hægt væri t.d að efna til námskeiðs í sjálfseflingu, fá fræðslu um mataræði og næringu og jafnvel fara stytttri ferðir út á land. Einnig þyrfti að efla meira tengslin milli Listdansskólans og annarra skóla erlendis með tilliti til námskeiða erlendis eða jafnvel skiptináms. Mikið var rætt um sérstöðu skólans hér á landi,  gæði kennslunnar og kröfur sem lagðar eru á nemendur. Ef til vill gæti það einnig verið hlutverk foreldrafélagsins að fylgjast með að aðrir dansskólar séu að framfylgja aðalnámsskránni með tilliti til fjárframlaga til dansskóla.

Sýningar skólans voru ræddar og upp kom hugmynd um að selja inn á t.d auka sýningar framhaldsdeildarinnar og hugsanlegt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Einnig kom upp sú hugmynd að skemmtilegt væri að efla samstarfið við Listaháskólann t.d við textíldeildina varðandi búninga og gaman væri að fá nemendur í kvikmyndaskólanum til að gera heimildamynd um skólann.

Að lokum var imprað á ýmsum hugmyndum um einhvers konar greiðslu í sjóð foreldrafélags sem hægt væri að nota til góðra verka, en nánari útfærsla bíður betri tíma.

Ákveðið var að reyna að hittast fljótlega aftur og leggja höfuð í bleyti á meðan.

Heimasíðan er í endurnýjun og vonandi verður hægt að setja hlekk á foreldrafélagið og hægt að henda þar inn góðum hugmyndum. Stefnt að fundi með foreldrum fljótlega þegar búið er að móta stefnuna betur.

 

Skipað varð í eftirfarandi embætti á fundinum:

Formaður : Guðrún Edda Þórhannesdóttir

Ritari :        Ástríður Ingólfsdóttir

Gjaldkeri:    Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir

 

 

Fundi slitið kl 19:00

Ástríður Ingólfsdóttir.

Viðburða dagatal

  • No upcoming events available


Ljósmyndasíða Listdansskólans

  
 
Finndu okkur á facebook

Vefstjórn